Allsherjarverkfall boðað og Macron aldrei óvinsælli

Heimspólitíkin 15. okt 2022

Eftir að verkföll í Frakklandi voru að hluta til stöðvuð með tilskipun hefur deilan harðnað og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á þriðjudaginn næsta. Verkföllin eru boðuð ofan í vaxandi verkbólgu, rýrnun kaupmáttar, orkukreppu og pólitískri kreppu í kjölfar þingkosninga í sumar sem skilaði engum meirihluta á þinginu. Emmanuel Macron hefur aldrei mælst með minna traust.

Elisabeth Borne, forsætisráðherra Frakka, ákvað að skikka verkfallsmenn til vinnu fyrir helgi og hljóp þá mikil harka í deiluna. Elisabeth byggði ákvörðun sína á samningi milli olíufélaganna og tveggja stórra verkalýðsfélaga. Tilskipunin fór fyrir dóm sem úrskurðaði hana lögmæta. Verkalýðsfélögin eru hins vegar ekki ánægð með hana og boða til allsherjarverkfalls þriðjudaginn 18. október næstkomandi, auk þess sem framlengt hefur verið verkfalli hjá þeim sem ekki hafa fengið skipun um að taka upp störf að nýju. 

Meginskýringin á verkfallinu er rakin til nokkurra þátta. Einn er samráðsleysi innan ríkisstjórnarinnar, annar tortryggni stéttarfélaga í garð olíurisanna Total og Esso sem hafa hagnast mjög á undangengnum mánuðum og þriðji mismunandi túlkunar deiluaðila á ýmsum hagtölum.

Verðbólga er nokkur í Frakklandi og deilt er um hvort verðbætur á laun muni auka við verðbólguna. Samningar náðust við olíufélögin um verðmætur og var samningurinn samþykktur af tveimur félögum en hafnað af því þriðja sem hefur boðað allsherjarverkfalli á þriðjudaginn.

Í Frakklandi er samfélagið smám saman að ná sér eftir langa og þunga stöðnun í kjölfar cóvid. En nú er ýmiss konar starfsemi að leggjast af á ný vegna hækkunar orkuverð. Emmanuel Macron forseti gengur um í rúllukragapeysum og hvetur fólk til þess sama og að hafa ekki heitar í húsum sínum en 19 gráður. Ef almenningur sparar ekki rafmagn er hætt við að grípa þurfi til skömmtunar. Ofan á þetta bætist bensínskortur, en verkföllin hafa truflað bensínflutninga. Sumar bensínstöðvar eru lokaðar.

Afleiðingar bensínskortsins eru margvíslegar. Bændur sem selja afurðir beint til neytenda á markaðstorgum bæja og borga, hafa margir hverjir orðið að sitja heima vegna bensínskortsins. Sumir handverksbakarar keyra ekki út brauð. Ferskar afurðir komast ekki til neytenda og skemmast.

Eftir kosningarnar í sumar er enginn flokkur með meirihluta á þingi og semja þarf um öll mál. Almenningur hefur ekki trú á að stjórnmálin leysi þau alvarlegu mál sem samfélagið glímir við og mj0g hefur dregið úr trausti á Macron.

Macron fékk 66% atkvæða í kosningunum fyrr á árinu en ánægja með störf hans mælist nú aðeins 29% og hefur aldrei mælst minna. Var 34% fyrir mánuði og 39% fyrir tveimur, er sem sé í frjálsu falli.

Það er ekki bara versnandi lífskjör sem grafa undan Macron. Hann hefur orð á sér fyrir hroka og forréttindablindu. Þegar hann sagði atvinnulausum manni um daginn að hann gæti vel fundið sér vinnu varð það samstundis aðalfrétt allra miðla. Og jók ekki ánægju með forsetann.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí