Börnin færð úr skolpmenguðum leikskóla í annan án starfsleyfis

Borgarmál 4. okt 2022

Hluti barnanna úr Grandaborg sem eru á hrakhólum vegna rakaskemmda og rofinnar skolpleiðslu undir leikskólanum voru flutt í Ævintýraborg við Eggertsgötu, skóla sem enn hefur ekki fengið fullt starfsleyfi.

Ævintýraborg hefur ekki fengið starfsleyfi þar sem húsnæðið er ekki tilbúið, fullnægir ekki skilyrðum starfsleyfis. Hluti barnanna var síðan sendur í leikskólann í Kringlunni 1, sem heldur hefur ekki starfsleyfi, eins og fram hefur komið í fréttum.

Í kjölfar frétta um Brákaborg hafa leikskólakennarar skipst á reynslusögum á netinu. Brákaborg komst í fréttir þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók við verðlaunum fyrir hönnun leikskólans á sama tíma og starfsfólk kvartaði yfir að starfsemi væri hafin áður en leikskólinn væri tilbúin.

Hið sama er upp á teningnum í Ævintýraborg við Eggertsgötu. Þar byrjaði starfsemin í vor við algjörlega óviðunandi aðstæður. Og af þeim sökum fékk leikskólinn ekki starfsleyfi, aðeins bráðabirgðaleyfi.

Ævintýraborg við Nauthólsveg er í gámum eins og Ævintýraborgin við Eggertsgötu. Þar er lóðin enn ófrágengin og húsin varla tilbúin.

Og sú er staðan enn. Leikskólinn við Eggertsgötu á að hýsa 85 börn í gámahýsum. Leikskólinn við Nauthólsveg er áætlaður fyrir 100 börn í einskonar gámaþyrpingu og er ekki tilbúinn og enn síður lóðin í kringum skólann. Og hefur ekki fengið starfsleyfi.

Börnin sem koma frá Grandaborg fara því úr skolpmenguðum skóla í annan sem ekki hefur starfsleyfi, vegna þess að hann einfaldlega ekki tilbúinn.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí