Enda­lausri sjúk­dóm­svæðingu þarf að snúa við

Geðheilbrigði 15. okt 2022

„Það er víst, sam­kvæmt fræðunum, eitt sem er ótta yf­ir­sterk­ara. Von. Við þurf­um von. Tíðarandi okk­ar virðist um of lit­ast af sundr­ung, fjar­veru og rofi. Við þurf­um aukna nánd á tím­um þar sem aldrei virðist vera erfiðara að veita hana, upp­lifa hana í fjar­ver­unni. Við þurf­um eld­inn – auk­in tengsl við nátt­úr­una, auk­in tengsl við okk­ar innri veru, okk­ar eig­in nær­veru,“ skrifar Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar í Moggann.

Héðinn leggur m.a, út frá grein sem dr. Sönuh Ahs­an, ungur sál­fræðingur sem starfar inn­an bresku heil­brigðisþjón­ust­unn­ar NHS, sem fjallað var um við Rauða borðið fyrir rúmum mánuði. Sjá má þá umfjöllun hér, ásamt viðtalið við Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, forstöðukonu Hlutverkaseturs:

Héðinn minnir á fyrirsögn greinarinnar: Ég er sál­fræðing­ur og ég trúi því að það sem okk­ur hef­ur verið sagt um geðheil­brigði séu mik­il ósann­indi. Og undirfyrirsögn: Skiln­ing­ur sam­fé­lags okk­ar er sá að or­sak­ir geðrask­ana séu innra með okk­ur – en huns­ar sam­fé­lags­lega or­sakaþætti, þar sem þetta segir mikið til um innihaldið. En Héðinn endursegir innihaldið líka.

„Sanah seg­ir að við séum að tak­ast á við sam­fé­lags­leg­an og póli­tísk­an vanda ójöfnuðar með grein­ing­um og meðferð,“ skrifar Héðinn. „Hún spyr hvort sex skipti af hug­rænni at­ferl­is­meðferð sem hjálp­ar til við að koma auga á óupp­byggi­leg hugs­ana­mynst­ur muni hjálpa ein­stak­lingi sem á í erfiðleik­um með að sjá fjöl­skyldu sinni fyr­ir mat. Á sömu for­send­um; hvort þung­lynd­is­lyf geti „læknað“ stöðugt áfall sem hör­unds­dökk­ur maður verður fyr­ir á „eitruðum“ vinnustað, eða hvort gjör­hygli geti orðið barni að liði sem býr við mikla fá­tækt?“

Sanah endar greinina með mynd­lík­ingu og spyr hvort við mynd­um greina visn­andi plöntu með „plöntu-visn­un­ar-heil­kenni“ – eða reyna að breyta um­hverfi plönt­unn­ar og aðstæðum. „Engu að síður þjá­ist fólk í og við aðstæður sem eru ekki boðleg­ar og okk­ur er sagt að það sé eitt­hvað að okk­ur,“ seg­ir hún.

Héðinn stillir grein Sönuh fram með rann­sókn­um pró­fess­ors­ins Joönnu Moncri­eff, sem koll­vörpuðu hug­mynd­um um efna­fræðilegt ójafn­vægi í heila þegar um þung­lyndi er að ræða og end­ur­reisn­ar­tíma­bils hug­víkk­andi efna, sem fjallað hefur verið um við Rauða borðið, sem ein­ung­is fá­ein dæmi um það hversu nauðsyn­legt er orðið að end­ur­skoða aðferða- og hug­mynda­fræði okk­ar í geðheil­brigðismál­um

„Enda­lausri sjúk­dóm­svæðingu meintra rask­ana þarf að snúa við,“ skrifar Héðinn. „Við þurf­um að horfa vand­lega á sam­fé­lög okk­ar sem eru lituð af sam­an­b­urði, sam­keppni og ein­stak­lings­hyggju og nær­ast á aldagam­alli mein­loku um að staða ein­stak­lings í sam­fé­lagi ráðist nær ein­göngu út frá efn­is­legu „virði“.“

„En þetta er gam­alt stef sem kapí­tal­ism­inn hef­ur löngu kveðið í kút­inn, ekki satt?“ spyr Héðinn. „Meira er jú betra og við ætt­um ekki ein­ung­is að huga að því að sinna þörf­um okk­ar held­ur gefa löng­un­um okk­ar einnig góðan tíma og leit­ast við að elta þann enda­lausa hring, því meira verður jú aldrei nóg. Hvað þarf til að gera sam­fé­lög okk­ar geðheilsu­vænni? Hvað þarf til að við séum sátt? Hvernig get­um við rofið þær nei­kvæðu til­finn­ing­ar sem við fær­um á milli kyn­slóða okk­ar, þá skömm sem oft flyst og fleyt­ir kell­ing­ar öld­um sam­an inn­an fjöl­skyldna?

Við sitj­um enn við eld­inn, vilj­um hlusta á sög­ur, tengj­ast öðrum, upp­lifa nánd og forðast rof. Við virðumst þó vera fjar­læg­ari, fjar­ver­ur, en við vilj­um vera nær, vera nær­ver­ur – mann­ver­ur. Ein­kenn­ir „aðskilnaðarorðræðan“ tíðarand­ann? Raf­magnið og tækn­in hafi valdið ákveðnu rofi um leið og þau hafa bætt, lengt og breytt til­veru okk­ar, aukið lífs­gæði – eða hvað?“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí