Færri íbúðir tilbúnar í ár en árið 2005

Framleiðslugeta í íslenskum byggingariðnaði hefur ekki aukist að neinu marki frá árinu 2005 ef marka má framleiðnina sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun spáir fyrir iðnaðinn árið 2022. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun áætlar að 3089 íbúðir verði fullkláraðar í ár, en árið 2005 voru 3106 íbúðir fullkláraðar. Þetta kemur fram í nýlegri greiningu frá stofnunni sem kynnt var á dögunum.

Ekki virðist stofnunin heldur hafa trú á að einfaldað regluverk og nýjungar í byggingariðnaði skili sér í betri framleiðni á næstu árum því að árunum 2023 og 2024 spáir hún að einungis ríflega 3200 íbúðir verði fullkláraðar hvert ár.

Stofnunin spáir því að fullkláruðum íbúðum fækki um 7.8% í Reykjavík á milli ára, þ.e. 2021 og 2022. Það gerist á sama tíma og gríðarlegur húsnæðisskortur er í höfuðborginni og það þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda í Reykjavík um yfirstandandi stórátak í byggingu íbúðarhúsnæðis.

Árið 2005 bjuggu um 290.000 einstaklingar á Íslandi og var fólksfjölgunin á því tímabili um það bil 3-6000 manns á ári. Núna byggja um 380.000 sálir okkar umvefjandi eyju og fólksfjölgun í ár stefnir í að verða um 8.100 til 13.400 einstaklingar.

Á milli áranna 2005 og 2006 fjölgaði íslendingum um 6.300 einstaklinga og þá var framleiðni í íslenskum byggingariðnaði 3100 íbúðir á ári, sem gerir 0,49 íbúð á íbúa. Í ár er framleiðslan á sama róli en fólksfjölgunin mun meiri. Líklegast er að fólksfjölgunin í ár verði í kringum 10.000 einstaklinga, sem þýðir að fullkláraðar íbúðir verða 0,31 íbúð á hvern íbúa. Það er því ljóst að sé miðað við fólksfjölda og fólksfjölgun að framlegð íslensk byggingariðnaðar hefur dregist saman um 37% frá árinu 2005.

Fram undan er kynningarfundur borgarstjórnar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Fundurinn fer fram í andrúmslofti mikilla hækkana á fasteignaverði og mikillar fólksfjölgunar og ætla borgaryfirvöld að reyna að blása lífi í þær hugmyndir að undanfarið hafi vel gengið að koma þaki yfir íbúa borgarinnar og að framundan sé jafnvel meira að vænta af því sama.

En ekki eru öll borgaryfirvöld í Evrópu sem búa við hnignandi framleiðni, skort og ósjálfbærar hækkanir á húsnæði. Margar borgir og samfélög á meginlandinu reka húsnæðisstefnur sínar á félagslegum grunni með manngildi og velsæmi í forgrunni, þar sem nauðsynleg framlegð er tryggð, sem og valkostir íbúa varðandi íbúðaform.

Yfirmaður húsnæðismála í Vín í Austurríki Karin Ramser segir í yfirlýsingu á heimasíðu borgarinnar: „Húsnæðismarkaðurinn er fullkomið dæmi um markað þar sem framboð er háð takmörkunum þannig að aukin eftirspurn leiðir ekki til jafnaukins framboðs heldur eingöngu hækkandi verðs.“

Það virðist sem að einmitt það hafi gerst á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu, framleiðni dregst saman á sama tíma og verðhækkun er stjórnlaus eins og almenningur finnur fyrir.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí