Feminískar fréttir

Í feminískum fréttum var sagt frá Hæstaréttardómi í Indlandi sem færir konum aukinn rétt til þungunarrofs, kvörtunum drengja í MH undan einelti metoo-hreyfingarinnar, hugrekkisverðlaunum Stígamóta og ráðið í mál Gylfa Sigurðssonar fótboltamanns.

Vatnaskil í réttindum kvenna á Indlandi

Hæstiréttur á Indlandi felldi dóm í lok september þar sem réttur kvenna til þungunarrofs var staðfestur óháð því hvort þær væru giftar eða ógiftar. Dómurinn féll í máli konu sem vildi undirgangast þungunarrof fyrir 22 vikna meðgöngu og staðfesti á afgerandi hátt vilja ríkisins til að vinna markvisst að réttarbótum í málefnum kvenna. Dómurinn er talinn liðka fyrir því að ekki verði lengur ólöglegt fyrir neinar konur að fara í fóstureyðingu og jafnvel því að gera nauðgun innan hjónabands refsiverða sem er enn ekki raunin á Indlandi í dag.

Þungunarrof er löglegt þar í landi fyrir ógiftar konur sem verða fyrir nauðgun eða mögulegu heilsutjóni við meðgöngu og fæðingu en giftar konur eru enn undir valdi maka síns. Konur af lágstétt og þær sem búsettar eru á ákveðnum svæðum eiga afar takmarkað aðgengi að fóstureyðingum sem og réttarkerfinu sjálfu og njóta ekki réttlætis í lagalegum skilningi.

Hæstiréttur ávarpaði dómara í landinu í tengslum við málið og þótti í fyrsta skipti taka upp málstað kvenna út frá þeirra raunverulega reynsluheimi. Ítrekað var að ríkið bæri ábyrgð á því að útrýma hindrunum á aðgengi að þungunarrofi með fyrirbyggjandi hætti auk þess sem því er skylt að veita fátækum konum slíkar aðgerðir gjaldfrjálsar hafi þær ekki efni á þeim sjálfar. Undanfarin tvö ár hafa Kólumbía, Mexíkó, Argentína, Suður-Kórea og Suður-Ástralía annað hvort afglæpavætt þungunarrof að hluta eða að fullu ásamt Sierra Leone, Nepal og Chile sem stefna í sömu átt.

Vestræn ríki hafa í gegnum söguna verið leiðandi í lagaáætlunum sem varða þungunarrof en í dag sjáum við breytingar þar á. Nýleg niðurstaða hæstaréttar Bandaríkjanna í máli Dobbs gegn Jackson dregur þau fimm áratugi aftur í tímann hvað varðar stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs sem áður var tryggður samkvæmt Roe vs Wade. Á sama tíma eru Indland ásamt fleiri Asíu og S-Ameríku ríkjum nú á öfugri leið.

MH

Nokkrir ungir menn hafa nú kvartað til skólastjórnenda í MH vegna eineltis eftir að nöfn þeirra voru skrifuð með varalit á salernisspegil skólans í byrjun október en þar með voru þeir bendlaðir við ofbeldi. Skólinn hefur óskað eftir utanaðkomandi aðstoð við að leysa þetta málin.

Þetta kom fram í bréfi sem rektor MH Steinn Jóhannsson sendi nemendum skólans í fyrrakvöld en Mbl.is birtir bréfið í heild sinni.

Þegar mótmælin áttu sér stað voru rituð sex nöfn á speglana en nemendur gengu út klukkan ellefu 6. október síðsastliðinn til að mótmæla því að þurfa að ganga um sömu ganga og gerendur kynferðisbrota. Mál þriggja þeirra eru nú þegar í ferli að sögn rektors og segir hann að fleiri mál verði tekin fyrir. Munu þau mál vera tekin fyrir með utanafkomandi aðstoð. Steinn fagnar því einnig að farin sé af stað vinna við að uppfæra og bæta áætlanir um viðbrögð við einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi í samvinnu við stjórnvöld og hagsmunasamtök nemenda.

Anna María Bjarnadóttir hlaut Hugrekkisverðlaun Stígamóta

Anna María steig fram á samfélagsmiðlum í maí á þessu ári og sagði frá því að tveir íslenskir knattspyrnumenn þeir Aroni Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson hefðu nauðgað sér. Hún hefði orðið fyrir hópnauðgun af þeirra hendi í Kaupmannahöfn árið 2010.

„Langir en samt svo stuttir mánuðir og ár að baki. Það krefst hugrekkis að standa með sjálfum sér og berjast á móti ansi hörðum straumi,“ segir Anna María í færslu á Instagram reikning sínum í kjölfar viðurkenningarinnar. Héraðssaksóknari felldi málið niður og ríkissaksóknari hefur staðfest þá niðurfellingu.

Málið hefur þó valdið umbyltingu í stjórn knattspyrnusambandsins sem sat undir ámæli fyrir þöggun og úrræðaleysi og hefur það nú samþykkt nýja viðbragðsáætlun varðandi meint alvarleg brot starfsmanna KSÍ eða landsliðsmanna. Hin nýja viðbragðsáætlun krefur landsliðsmenn til að víkja frá á meðan mál þeirra eru til rannsóknar í dómskerfinu eða hjá samskiptaráðgjafa.

Af þeim sökum var Aron Einar ekki valinn í íslenska landsliðshópinn þar til að mál hans var fellt niður hjá lögreglu. Þá var hann valinn en var rekinn af velli í upphafi leiks.

Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns.

Nú eru liðnir fimmtán mánuðir frá því hæst launaðasti Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var skikkaður í farbann í Bretlandi eftir að vera handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni.

Enginn hefur í raun viljað tjá sig um málið eða málavöxtu og ekkert bólar á frekari aðgerðum innan ákæruvaldsins þar í landi. Faðir Gylfa, Sigurður Aðalsteinsson hefur nú tjáð sig í fyrsta skipti opinberlega en hann kallar eftir því að utanríkisráðherra komi að málinu.

Njáll Trausti Friðbertsson, 1. varaformaður utanríkismálanefndar tjáði sig um málið í viðtali á Vísi en hann segir að íslenska ríkið geti varla farið að skipta sér af dómstólum í Bretlandi þrátt fyrir þennan gríðarlega langa tíma sem liðinn err frá því rannsókn hófst.

Fjölskylda Gylfa hefur verið að freista þess að flytja lögheimili hans frá Bretlandi til Íslands án árangurs en eiginkona hans og ungt barn hafa nú þegar flutt til Íslands aftur. Með lögheimilisflutningi vonaðist faðir hans til að erfiðara yrði fyrir dómstóla í Bretlandi að samþykkja áframhaldandi kyrrsetningu.

Allt lítur þó út fyrir að sextándi mánuðurinn muni bætast við farbannið en Gylfi sem er á samning hjá úrvalsdeildarfélaginu Everton hefur einnig verið í leikbanni frá því að málið kom upp um miðjan júlí í fyrra.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí