Ríkisstjórn Póllands mistekst að afglæpavæða aðstoð við þungunarrof – mikið bakslag fyrir réttindi kvenna

Réttindi kvenna til þungunarrofs urðu fyrir reiðarslagi í Póllandi, en nýrri ríkisstjórn Donald Tusks tókst ekki að samþykkja lög sem hefðu afglæpavætt aðstoð við þungunarrof. Þingmen úr flokki Tusks kusu gegn frumvarpinu.

Tusk tók við með samsteypustjórn sinni af öfgaflokknum Lög og regla sem hafði stjórnað landinu í átta ár. Meðal afreka þess flokks var að gera þungunarrof ólöglegt nema í tilfelli nauðgana, sifjaspells eða ef meðganga ógnaði lífi móðurinnar. Ef um er að ræða fúsan og frjálsan vilja kvenna, þá er það hreinlega bannað.

Flokkurinn Lög og regla gerði margt annað slæmt, svo sem að grafa undan frjálsri fjölmiðlun, sjálfstæði dómstóla og lýðræðislegri stjórnarskrá, enda um að ræða öfgahægri sinnaðan kaþólskan og fasískan trúræðisflokk.

Því var mikið fagnað í október í fyrra þegar Donald Tusk og flokkur hans Koalicja Obywatelska (Borgaraleg samstaða) rétt náði að merja sigur í þingkosningum, ásamt tveimur samstarfsflokkum. Saman náðu þeir að fella meirihlutastuðning við Lög og reglu. Sigrinum var hampað sem sigri lýðræðisins gagnvart valdboðshyggjunni, hægt væri að snúa við öfgahægri öldunni, Póllandi væri fyrirmynd í þeim efnum.

Það var þó ljóst frá fyrstu stundu að þessum þremur flokkum, sem tóku við samsteypustjórn saman, byði ærið verkefni. Lewica (Vinstrið), einn flokkanna þriggja, er smæstur og má skilgreina sem sósíaldemókratískan og vinstra megin við miðju. Flokkur Tusks er einhvers konar hægri-miðju samsuða sem í fljótu bragði mætti líka við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn hér á Ísland. Flokkurinn er frjálslyndur íhaldsflokkur, fylgjandi ESB-aðild og andsnúinn innflytjendum. Þriðji flokkurinn, Trzecia Droga (Þriðja leiðin), er hefðbundinn kristilegur demókrataflokkur með landsbyggðarívafi og svipar mest til Framsóknarflokksins hvað stöðu á stjórnmálarófinu varðar.

Flokkarnir hafa þurft að eyða miklum tíma í að snúa við mörgum stjórnkerfisbreytingum og embættisskipunum Lög og reglu, sem hefur reynst afar erfitt. Mörg dómsmál hafa þegar verið háð á báða bóga og forseti landsins, Andrzej Duda, er leiðtogi Lög og reglu og hefur staðið í vegi fyrir mörgum verkum ríkisstjórnarinnar með neitunar- og dagskrárvaldi sínu.

Ekki síst í málum þungunarrofs, en Duda hótaði að beita neitunarvaldi sínu gegn umræddu frumvarpi, óháð því hvað þingið myndi samþykkja. Málið var samt mikill prófsteinn fyrir ríkisstjórn Tusks þar sem sum af stærstu mótmælum í gervallri Evrópu undanfarin áratug hafa verið haldið trekk í trekk í Póllandi til að mótmæla þeim lagabreytingum Lög og reglu sem afnámu réttindi kvenna til þungunarrofs. Lagabreytingar til að snúa því við voru líka eitt af megin kosningaloforðum Tusks og það var gríðarmikil aukning í kjörsókn kvenna sem skilaði samsteypuflokkunum sigri, einmitt byggt á því máli.

Þegar kom að þessu máli, sem var ekki einu sinni fullgild réttindi kvenna til þungunarrofs, heldur varðaði það að ekki væri hægt að saksækja heilbrigðisstarfsfólk sem aðstoðaði konur við að framkvæma þungunarrof, sem er saknæmt nema það sé gert vegna áðurnefndra þröngra skilyrða. Lagabreytingin var sú fyrsta af fjórum sem varða lög um þungunarrof og þykir sú hóflegasta.

Ríkisstjórninni mistókst að ná meirihluta á þingi fyrir málinu og var það fellt með 218 atkvæðum gegn 215. Meginástæða þess var uppreisn þingmanna úr röðum flokks Tusks og úr röðum Þriðju leiðarinnar, sem kusu gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Með öðrum orðum urðu íhaldssamir þingmenn úr tveimur flokkum samsteypustjórnarinnar málinu að dauða.

Niðurstaðan er áfall fyrir ríkisstjórnina og gæti vel leitt til þess að hún tapi meirihluta sínum ef áfram verður reynt að þrýsta málinu í gegn, ef uppreisnargjarnir þingmenn hreinlega neita að styðja stjórnina. Málið er þó fyrst og fremst áfall fyrir stöðu pólskra kvenna og réttinda þeirra og mikil vonbrigði fyrir heimsbyggðina að sjá lýðræðisöflunum mistakast svona illilega að taka á grimmdinni sem öfgahægrinu tókst að gera lögum í stjórnartíð sinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí