Flóttamannabúðir á Kumbaravogi

Stefnt er að því að flóttafólk flytji inn á Kumbaravog 1. nóvember. Kumbaravogur er á Stokkseyri og var síðast gistiheimili en fyrr á tímum var þar rekið drykkjumannaheimili, umdeilt barnaheimili og hjúkrunar- og dvalarheimili.

Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri í Árborg segir staðsetninguna óheppilega og langt sé í alla þjónustu svo sem heilsugæslu og verslun enda sé húsið austast í bænum og afskekkt og engar almenningssamgöngur til og frá staðnum. Einnig gagnrýnir hún að ekkert samráð hafi verið haft við bæjaryfirvöld um málið. Ráðgert er að flóttafólkið á Kumbaravogi verði 54 og við það muni íbúum á Stokkseyri fjölga um meira en 10%.

Árborg er móttökusveitarfélag sem hefur tekið á móti flóttafólki með samningi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og hefur sinnt um 40 manns. Sveitarfélagið er nú í fyrsta skipti að taka á móti umsækjendum um alþjóðlega vernd. Sveitarfélagið sjálft mun þó ekki hafa neina aðkomu að móttökunni á Kumbaravogi heldur verður hún alfarið í höndum ráðuneytisins.

Enn er óvíst hvernig samsetning íbúanna verður, hvort um sé að ræða fjölskyldufólk, einstaklinga eða karlmenn eingöngu. Á meðan Kumbaravogur var rekið sem hjúkrunarheimili voru þar 29 hjúkrunarrými og 1 dvalarrými og 50 manns á launaskrá en heimilið var einn stærsti vinnustaðurinn á Stokkseyri. Því var lokað í mars 2017 eftir að heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafði gert ítrekaðar athugasemdir við ástand hússins.

Dómsmálaráðherra Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað viðrað hugmyndir sínar um að komið verði á laggirnar móttökubúðum fyrir hælisleitendur þar sem fólk skyldi halda til á meðan umsóknir þeirra um vernd væru til meðferðar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra hafa þó ítrekað að engar slíkar búðir væru á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Eftir sem áður er framkvæmda móttöku flóttafólks að færast æ nær hugmyndum Jóns og Bryndísar. Búðirnar á Kumbaravogi eru dæmi þess.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí