Hröð einkavæðing og Sjálfstæðismenn fagna

Heilbrigðismál 18. okt 2022

Sjúkratryggingar hefur samið við heilsugæsluna Höfða um rekstur heilsugæslu á Suðurnesjum stuttu eftir að samið var við Heilsuvernd um rekstur Vífilsstaða. Sjálfstæðismenn fagna þessu í aðdraganda landsfundar.

Guðrún Hafsteinsdóttir dreifir þessari mynd á samskiptamiðlum:

Og lætur þetta fljóta með: „Í vor lagði ég fram þingsályktunartillögu þess efnis að Sjúkratryggingum Íslands skyldi falið að bjóða út einkarekstur heilsugæslu á Suðurnesjum. Allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins stóð að baki málinu. Það er okkur því mikið gleðiefni að Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Heilsugæsluna Höfða um rekstur heilsugæslu í Reykjanesbæ. Ný heilsugæsla mun því opna á næstu mánuðum.“

Samstöðin er gjaldfrjáls vettvangur. Ef þér líkar efnið getur þú eflt Samstöðina með því að gerast félagi í Alþýðufélaginu og þá einskonar áskrifandi. Það kostar aðeins 1.250 kr. á mánuði, en þú mátt borga meira., Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí