Viðhald á leikskólum hefur alltaf verið vandamál að sögn Kristínar Dýrfjörð dósents og fyrrum leikskólastjóra. Vegna rakaskemmda voru börn frá Grandaborg flutt í nýjan leikskóla Ævintýraborgar við Eggertsgötu, sem ekki hefur enn fengið starfsleyfi. Og annar hópur hafði verið þar áður frá öðrum leikskóla. Það er því enginn friður til að byggja upp starfið á Ævintýraborg. Fyrir utan að húsnæðið er alls ekki tilbúið.
Kristín sagðist þetta ágætt dæmi umstöðu leikskólanna, sem því miður allt of lítill gaumur er gefin. Hún hafa áhyggjur af leikskólakennurum. Álagið væri mikið og starfsaðstæður slæmar. Og þegar þær, því leikskólakennarar eru að langmestu leyti konur, væru spurðar hvað vantaði helst nefndu þær virðingu fyrir starfinu ekki síður en laun.
Og staðan væri sú að kulnun og langvarandi þreyta herjaði á leikskólakennara, eins og aðra kennara. En álagið væri sérlega mikið í leikskólum og aðstaðan slæm, sem sést t.d. í flótta leikskólakennara yfir í grunnskólana. Þó ástandið sé ekki gott þar, er það skömminni skárra en í leikskólunum.
Kristín sagði að staðan í leikskólunum væri mörkuð að þessu virðingarleysi. Kerfið væri þanið út án þess að hægt væri að manna það, án þess að byggð væru viðunandi skólar eða viðhaldi sinnt á þeim sem fyrir eru. Kristín sagði að þarfir barna eða barnafjölskyldna réðu ekki för heldur helst þarfir fyrirtækja fyrir barnagæslu fyrir starfsfólkið.
Kristín vildi ekki taka undir að lenging fæðingarorlofs myndi leysa allan vanda, að leikskólinn byrjaði of snemma fyrir börnin. Hún benti á að það væru foreldrar sem gætu ekki sinnt börnum sínum nægjanlega vel og við þyrftum alltaf að bjóða upp á leikskóladeildir fyrir ung börn.
Kristín ræddi vonda aðstöðu í leikskólunum og tók undir með Herði Svavarssyni og fleirum að reglugerðir heimiluðu of mörg börn á fermetra í leikskólunum. Og hún tók nokkur dæmi af leikskólum þar sem börnum hefur verið fjölgað á undanförnum áratugum, allt að því tvöfalt.
Við ættum að velta fyrir okkur hvað fólk í framtíðinni mun segja um okkur, sagði Kristín. Það mun líklega spyrja hvað fólk á þessum árum var að hugsa, 2010 og 2020, með því að þrengja svona að börnunum og þröngva þeim inn á litla leikskóla með allt of lítið pláss fyrir þau til athafna.
Hér má sjá og heyra nokkur viðtöl við Rauða borðið um kreppu leikskóla og barnafjölskyldna:
Hörður Svavarsson, leikskólastjóri á Aðalþingi:
Haraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennara:
Guðrún Alda Harðardóttir leikskólafrömuður:
Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og einn aðstandenda Fyrstu fimm:
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga