Íhaldið komið niður í 14% fylgi

Heimspólitíkin 21. okt 2022

Samkvæmt nýrri könnun People Polling fengi breski Íhaldsflokkurinn aðeins 14% fylgi ef gengið yrði til kosninga nú en Verkamannaflokkurinn 53%. Svona mikill munur hefur ekki sést áður og fylgi Íhaldsins ekki mælst svona lágt.

Og þótt þetta sé versta könnunin fyrir Íhaldsflokkinn þá er aðrar kannanir ekki mikið skárri. Íhaldið í Bretlandi er að ganga í gegnum sögulegt hrun, flokkurinn hefur algjörlega gengið fram af þjóðinni.

Önnur könnun Omnisis sýnir Verkamannaflokkinn með 57% en Íhaldið með 22%. Þetta eru einu kannanirnar sem hafa birst eftir afsögn Liz Truss.

Þegar skoðað er hvert kjósendur Íhaldsflokksins frá 2019 horfa nú þá segjast aðeins 29% þeirra vilja kjósa Íhaldið aftur í könnun People Polling. 21% segjast vilja kjósa Verkamannaflokkinn og 8% ReformUK flokk Nigel Farage. En 23% eru óákveðin. Þetta er stórkostlegur flótti.

En hvar er mesta fylgið? 27% fólks eldra en 65 ára segist ætla að kjósa Íhaldið í dag. Til samanburðar nýtur flokkurinn 6% fylgis hjá fólki undir 25 ára aldri og aðeins 7% fylgis hjá foreldrakynslóðinni, fólki frá 25 ára til fimmtugs.

Flokkurinn nýtur nokkuð meira fylgis meðal karla en kvenna, töluvert meiri fylgis í suðrinu en í norðrinu eða í London og meiri fylgis hjá betur settu fólki en stærsta breytan er aldurinn. Íhaldsflokkurinn er flokkur fólks sem fæddist um miðja síðustu öld og fyrr.

People Polling bað þátttakendur að velja eitt orð sem lýst Íhaldsflokknum. Siðlaus, gagnslaus og óhæfur voru þau orð sem flestir völdu. Næst komu stjórnleysi, rusl og spilling.

Einnig var spurt hver ætti að taka við af Liz Truss. Rishi Sunak var nefndur af 19% en Boris Johnson af 16%. En ef aðeins eru tekin svör þeirra sem kusu flokkinn 2019 þá fékk Boris 38% en Rishi 20%. Og það eru Íhaldsmenn sem munu velja eftirmanninn, ekki almennir kjósendur.

Í spilaranum hér að ofan má sjá og heyra greiningu Guðmundar Auðunssonar hagfræðings í London á stöðunni á flokknum og ferli Liz Truss sem forsætisráðherra.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí