Íhaldsflokkurinn hverfur í London

Heimspólitíkin 7. okt 2022

Nú að loknu ársþingi breska Íhaldsflokksins kemur Lundúnarblaðið The Evening Standard fram með skoðanakönnun á fylgi flokkanna. Samkvæmt henni tapar Íhaldsflokkurinn öllum þingsætum sínum í borginni, þar á meðal sæti fyrrverandi formanns flokksins og fyrrverandi borgarstjóra Boris Johnson.

Það er ákveðin hefð fyrir því að stjórnmálaflokkar í Bretlandi vinni á í skoðanakönnunum í kjölfar flokksþings. Það virðist þó ekki vera staðan hjá breska Íhaldsflokknum í dag. Flokkurinn fengi einungis 22% atkvæða í höfuðborginni á móti 59% fylgi Verkamannaflokksins og 13% fylgi Frjálslyndra. Verkamannaflokkurinn myndi samkvæmt þessu fá alla þingmennina í London, utan eins þingmanns í Twickenham sem áfram yrði í höndum Frjálslynda flokksins. Þetta þýddi tap upp á 22 þingmenn fyrir Íhaldsflokkinn í borginni.

Skoðanakönnunin sýnir einnig hvað kjósendur óttast mest í dag. 46% borgarbúa óttast að geta ekki borgað af húsnæðislánum sínum vegna vaxtahækkana í kjölfarið á óstjórn ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. 60% óttast að þeir geti ekki borgað orkureikninga sína. 61% telur sig þurfa að skera niður matarkaup og aðra neyslu og 31% íbúanna óttast að þurfa að notast við gjafakörfur í mat. Síðan óttast 32% borgarbúa að þau missi húsnæði sitt.

Íhaldsflokkurinn í Bretlandi virðist því vera í frjálsu falli. Vissulega gerir efnahagsumhverfið þeim erfitt fyrir en almenningur virðist ekki geta fyrirgefið flokknum fyrir efnahagsóstjórn og hefur flokkurinn glatað öllu trausti í efnahagsmálum. Er erfitt að sjá að flokkurinn geti endurheimt það traust aftur. Verkamannaflokkurinn, með sína litlausu forystu, þarf lítið annað að gera en að láta Íhaldsflokkinn um að tortíma sjálfum sér.  

Skoðanakönnunin var gerð dagana 30. September til 4. október, sjá hér: Skoðanakönnun Evening Standart

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí