Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til þingkosninga rétt í þessu. Kosningarnar hafa fram 1. nóvember og fram undan er eldsnörp kosningabarátta. Mette gerir þetta ekki ótilneydd. Radikale Venstre, einn af stuðningsflokkur ríkisstjórnar Frederiksen, hafði hótað vantrauststillögu ef ekki yrði boðað til kosninga.
Það eru miklar sveiflur á fylgi flokka í Danmörku, enda hefur kjörtímabilið verið stormasamt og nýir flokkar orðið til og eldri koðnað niður. Ef við skoðum sveiflurnar þá eru þær þessar helstar:
Flokkur sem hafa dregið til sín fylgi:
Danmerkurdemókratar: +9,8 prósentur
Íhaldsflokkurinn: +5,7 prósentur
Nye Borgerlige: 3,6 prósentur
Moderatarnir: +3,4 prósentur
Enhedslisten: +1,8 prósentur
Liberal Alliance: +1,7 prósentur
Flokkar sem standa í stað:
Sósíalíski þjóðarflokkurinn: +0,2 prósentur
Kirstilegir demókratar: -0,4 prósentur
Flokkar sem missa fylgi:
Sósíaldemókratar: -1,5 prósentur
Alternativet: -1,8 prósentur
Stram Kurs: -1,8 prósentur
Radikale Venstre: -1,8 prósentur
Danski þjóðarflokkurinn: -6,8 prósentur
Venstre: -11,5 prósentur
Danmerkurdemókratarnir og Moderatarnir urðu til við klofning úr Venstre, þótt þeir sæki fylgi víðar. Það er einkum ljóst að Danmerkurdemókratar Inger Støjberg sem sækja fylgi til kjósenda Danska þjóðarflokksins sem er nú vart svipur hjá sjón. Og Íhaldsflokkurinn styrkist við raunir Venstre og mælist nú með meira fylgi.
Það er því fyrst og fremst hægri armur danskra stjórnmála sem gengur í gegnum umbreytingar. Vinstra megin er fátt að frétta, nema hvað gríðarleg pólitísk inneign Mette Fredriksen eftir cóvid er að mestu gufuð upp.
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga