Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra Bretlands, var rekinn úr starfi sínu í morgun og Jeremy Hunt, fv. heilbrigðisráðherra, var skipaður í starfið í hans stað. Samhliða var hætt við skattalækkanir fyrirtækja sem boðaðar voru af Kwarteng fyrir nokkrum vikum og leiddu til hruns á mörkuðum í Bretlandi. Verður skatturinn nú 25% af tekjum fyrirtækja. Nú er því búið að hætta við flestar skattalækkanirnar sem þar voru boðaðar og hafa markaðirnir hækkað í kjölfarið.
Fréttaskýrendur og stjórnmálamenn í Bretlandi eru á því að ekki sjái enn fyrir endann á erfiðleikum ríkisstjórnarinnar. Þessi ákvörðun er óvinsælt meðal hörðustu stuðningsmanna Lizz Truss forsætisráðherra sem eru búnir að vera að ganga á milli fjölmiðla verjandi ákvarðanir sem nú er búið að draga til baka. Margir þingmenn Íhaldsflokksins telja að það sé bara tímaspursmál hvenær Truss víki, þó hún sé ekki búin að vera í embætti meira en nokkrar vikur. Það var mál manna að frammistaða forsætisráðherrans á fréttamannafundinum sem var að ljúka hafi verið skelfileg. Hún var stanslaust spurð af fréttamönnum hvort og hvenær hún ætlaði að segja af sér. Bandamenn hennar lengst til hægri í Íhaldsflokknum telji sig vikna og gagnrýnendur hennar telja að hún sé gersamlega búin að klúðra málunum.
Stjórnarandstæðingar hafa haldið áfram harðri gagnrýni á ríkisstjórnina. Zara Sultana, þingmaður Verkamannaflokksins í Suður Coventry, tísti að Kwarteng hefði verið rekinn fyrir að framfylgja stefnu Lizz Truss og ríkisstjórnarinnar. „Staða hennar er algjörlega óviðunandi. Hún verður að fara líka – og taka allan rotna hópinn með sér“:
Fjölmiðlar í Bretlandi, hvort sem eru hægri eða vinstrifjölmiðlar, eru sannfærðir um að dagar Truss séu taldir. Það sé bara tímaspursmál hvenær hún verði hrakin úr embætti. Margir telja samt að vænhæfi Íhaldsflokksins í efnahagsmálum hafi verið afhjúpað svo rækilega að ríkisstjórnin muni ekki ná sér með eða án Truss og endist í mesta lagi út kjörtímabilið.
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga