Lars Løkke á miklu skriði

Eftir að Íhaldsflokkurinn missti allan vind úr seglunum í kosningabaráttunni hefur það verið Moderaterna, flokkur Lars Løkke Rasmunssen sem hefur sópað að sér fylgi. Allt stefnir að Lars Løkke fái það sem hann stefnu að, algjörlega lykilstöðu eftir kosningar.

Samkvæmt nýjustu könnunum er vinstri stjórn ekki lengur í spilunum. Hægrið gæti myndað stjórn ef Lars Løkke kýs svo, en hann vill frekar mynda stjórn yfir miðjuna. Og sleppa bæði ysta hægrinu sem og róttæka vinstrinu. Og miðað við kannanir í dag getur hann skorið mun nær miðjunni, myndað hreina mið-hægri stjórn með Sósíaldemókrötum, sem hafa verið á hraðferð til hægri undir stjórn Mette Frederiksen.

Sviptingarnar á kjörtímabilinu hafa verið mest hægra megin. Ef við skoðum nýja könnun Voxmeter út frá þingmannafjölda þá sjást sviptingarnar vel, meira en helmingur þingmanna færast á milli flokka.

Hér höfum við Moderaterna með hægrinu, þó Lars Løkke hafi ekki viljað festa flokk sinn þeim megin heldur þvert á móti sagt vilja ríkisstjórn yfir miðjuna, til Sósíaldemókrata. Við röðum flokkunum frá hægri-miðjunni út á ysta hægrið.

Moderaterne: 21 þingmenn (+21)
Venstre: 24 þingmenn (-19)
Liberal Alliance: 13 þingmenn (+9)
Íhaldsflokkurinn: 11 þingmenn (-1)
Kristilegir demókratar: 0 þingmenn (+/-0)
Danmerkurdemókratarnir: 15 þingmenn (+15)
Danski þjóðarflokkurinn: 0 þingmenn (-16)
Nýir borgarar: 8 þingmenn (+4)
Hægrið með Moderaterne: 92 þingmenn (+13)

Þarna sést að Moderatarnir og Frjálslyndir hreinsa upp tap Venstre og gott betur og Danmerkurdemókratarnir og Nýir Borgarar taka upp fylgið sem Danski þjóðarflokkurinn hefur misst og aðeins betur.

Þetta dugar til hægri stjórnar, en Lars Løkke segist ekki vilja í stjórn með ysta hægrinu sem í dag eru Danmerkurdemókratar, fyrrum samherja hans úr Venstre, Inger Støjberg, og Nýi borgaraflokkurinn. Og ef hann myndi sætta sig við Danmerkurdemókratana þá dugar það ekki til, 84 þingsæti er ekki nóg. Það þarf 90 þingsæti til að ná meirihluta.

Staðan vinstra megin er bæði daufari og þar hafa sviptingarnar ekki verið eins miklar og hægra megin. Svona er staðan samkvæmt nýjustu könnunum. Við teljum frá miðju og að vinstrinu:

Radikale Venstre: 7 þingmenn (-9)
Sósíaldemókratar: 46 þingmenn (-2)
Alternativet: 0 þingmenn (-5)
Sósíalíski þjóðarflokkurinn: 18 þingmenn (+4)
Enhedslisten: 12 þingmenn (-1)
Vinstrið: 83 þingmenn (-13)

Þarna munar mestu um tap Radikale Venstre sem misst hafa fylgið yfir til hægri-miðjunnar og að Alternativet fer undir 2% þröskuldinn og þurrkast út. Annars er fátt að frétta þarna vinstra megin.

2% þröskuldurinn gæti breytt stöðunni. Það er ekki aðeins Alternativet sem er að berjast við hann, mælist nú með 1,7% en 2,2% í síðustu mælingu. Heldur er Danski þjóðarflokkurinn þarna líka, mælist nú með 1,9% og engan þingmann en síðast með 2,4% og fjóra.

Ef Alternativet hangir inn með 4 þingmenn gæti vinstrið náð upp í 86 þingmenn og þá væri mögulegt að þingmenn frá Færeyjum og Grænlandi lyfti því upp í 90 þingmenn, en þingmenn frá þessum löndum verða líklega allt vinstrafólk.

En eins og áður sagði er staðan sú að líklega fær Lars Løkke Rasmunssen ósk sína uppfyllta, að verða í algjörri lykilstöðu eftir kosningar. Hann getur annars vegar hótað Sósíaldemókrötum að mynda hægri stjórn með ysta hægrinu eða hægrinu að mynda stjórn yfir miðjuna. Og það er það sem hann hefur viljað.

Moderaterna, Venstre og Sósíaldemókratarnir eru með 91 þingmann samkvæmt þessari könnun og þyrftu ekki að taka annan flokk með sér. En frjálslyndir í Liberal Alliance myndu örugglega vilja vera með og kæmu þá með 13 þingmenn.

Í spilarnum hér að ofan má sjá og heyra viðtal við Gísla Tryggvason um stöðuna í kosningabaráttunni.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí