Liz Truss hættir við allt

Heimspólitíkin 17. okt 2022

Ríkisstjórn Liz Truss hefur hætt við allar aðgerðirnar sem boðaðar voru af fyrrverandi  fjármálaráðherra Bretlands. Nær allar skattalækkanirnar sem boðaðar voru hafa verið dregnar til baka og niðurgreiðslu á orku, sem Truss hafði lofað í tvö ár, rennur nú út í apríl á næsta ári.

Jeremy Hunt fjármálaráðherra hefur boðað nýtt tímabil niðurskurðar í svipuðum stíl og sveltistefna Íhaldsflokksins síðastliðin 12 ár hefur rekið. Þar eru hæg heimatökin fyrir Hunt því hann var heilbrigðisráðherra á því tímabili þegar heilbrigðiskerfið var skorið harkalega niður.

Aðhaldsaðgerðirnar eru gerðar til þess að reyna að friða markaðina sem höfðu hrunið í kjölfar skattalækkananna sem Kwasi Kwarteng, fv. fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar hafði boðað. Stórfelld skuldaaukning ríkissjóðs var eitthvað sem markaðurinn gat ekki búið við. Er búist við að markaðurinn bregðist við á jákvæðan hátt enda er niðurskurður á almannaþjónustu almennt litin jákvæðum augum af markaðsöflunum. 

Vandamálið sem ríkisstjórn Bretlands stendur frammi fyrir er það að eftir 12 ár af niðurskurðar- og sveltistefnu er almannaþjónustan í molum. Heilbrigðisþjónustan riðar á barmi hruns og almenningur sér fram á erfiðan vetur. Stjórnarandstaðan hefur lagt til hvalrekaskatt á orkufyrirtæki, sem hafa grætt gífurlega á stríðinu í Úkraínu. En vinstri armur flokksins vill ganga lengra. Richard Burgon, þingmaður austur Leeds, hefur bent á einfalda leið til að ná fram tekjum til þess að efla almannaþjónustuna í stað þess að skera hana niður. Hægt sé að ná 40 milljörðum punda með því að setja 1% eignaskatt á eignir yfir 5 milljónir punda (815 milljónir króna), hækka skatt á hátekjur og skattleggja fjármagnstekjur eins og aðrar tekjur: 

Ræðu Burgon í breska þinginu má finna hér.

Það er mat fjölmiðla í Bretlandi að það sé bara tímaspursmál hvenær Liz Truss forsætisráðherra verði látin fjúka. Jeremy Hunt fjármálaráðherra virðist hafa tekið yfir ríkisstjórnina. Brýnir hann nú hnífasettið til þess að nota til niðurskurðar á almannaþjónustunni og nota til að stinga í bakið á forsætisráðherranum þegar tíminn er kominn.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí