Losum okkur við einræðið og svikarann Xi Jinping

Heimspólitíkin 13. okt 2022

Á fjölförnum gatnamótum í Beijing fyrr í dag mátti sjá borða sem á stóð: „Engin cóvid próf, við viljum nærast. Ekki meiri takmarkanir, við viljum frelsi. Ekki meiri lygar, við viljum reisn. Enga menningarbyltingu, við viljum breytingar. Ekki leiðtoga, við viljum kjósa. Ef við erum ekki þrælar erum við borgarar.“ Við hlið þessara skilaboð stendur: „Nemar, verkafólk, verkföll: Losum okkur við einræðið og svikarann Xi Jinping“

Spennan magnast fyrir þing Kommúnistaflokksins þar sem þriðja forsetatíð Xi Jinping gengur í garð. Mótmæli af þessum toga eru sjaldséð í Kína. Tjáningarfrelsi er takmarkað og samfélagsmiðlar eru vaktaðir.

Mótmælin eins og þau birtast á twitter.

Mótmælandinn kveikti bál á brú til að draga athygli að sér. Tugir lögreglumanna þyrptust að manninum til að taka niður skilaboðin. Á Twitter má sjá samlanda hans, sem væntanlega búa annars staðar en í Kína, senda honum kveðjur en telja víst að hann endi í fangelsi. 

Xi Jinping er að herða tökin á embætti sínu. Þetta verður í fyrsta skipti sem sitjandi forseti gegnir því embætti í þrjú tímabil í röð. Cóvid takmarkanir hafa verið gríðarlegar og magnað upp ósætti almennings í hans garð.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí