Óli Björn vill lokka almenning inn í fallandi kauphöll

Kauphöllin 12. okt 2022

Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins leggur til í grein í Morgunblaðinu að almenningur fái skattaafslátt fyrir að kaupa hlutabréf í skráðum félögum í kauphöllinni. Þetta er tillaga sem vanalega kemur fram þegar gengi bréfa falla hratt, en hlutabréfin hafa fallið um 30% það sem af er ári.

Skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa var lagður til í Hvítbókinni um fjármálakerfið sem leið til þess að efla virkni hlutabréfamarkaðarins. Þar var bent á að þegar hlutabréfamarkaðurinn var byggður upp á tíunda áratug tuttugustu aldar hefði almenningur verið hvattur til hlutabréfakaupa með skattahvötum. Afslátturinn var síðan lækkaður í skrefum og afnuminn upp úr aldamótum. Þetta mætti orða svo að innkoma almennings á markaðinn hækka verð eða dragi úr verðfalli eins og ástandið er i dag.

Óli Björn vitnar í grein sem hann skrifaði sjálfur í 2016 og setur tillöguna inn í hugmyndalegan ágreining um séreignastefnu á húsnæði: „Þetta vita sósíalistar og þess vegna eru þeir á móti séreignarstefnunni og hafa engan skilning á löngun einstaklinganna að standa á eigin fótum með því að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði sitt og sinna. Borgarfulltrúi Samfylkingar hefur haldið því fram að séreignarstefnan sé stórhættuleg og að nauðsynlegt sé að skapa annan valkost. Atlagan að séreignarstefnunni er hluti af langvinnum átökum um samfélagsgerðina, þar sem takast á öfl stjórnlyndis og frjálslyndis, sameignarsinna og séreignarsinna. Markmiðið er að grafa undan grunngildum samfélags sem byggist á frjálsum viðskiptum og frelsi einstaklingsins þar sem ríkið er verkfæri borgaranna en ekki þegnar ríkisvaldsins.“

Þessi texti hefur ekki elst vel því í dag býr færra fólk í eigin húsnæði en nokkru sinni áður. Undir stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur þeim heimilum fækkað sem búa í eigin húsnæði en leiguliðum fækkað. Þessa breytingu má rekja til þess að Verkamannabústaðir voru aflagðir, íbúðalánakerfið einkavædd og fáein verktakafyrirtæki hafa tekið yfir byggingaframkvæmdir. Það er því í raun stefna Sjálfstæðisflokksins en ekki vinstrimanna sem hafa grafið undan séreignastefnunni.

Óli Björn segist í samstarfi við aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarin ár barist fyrir því að innleiddir verði skattalegir hvatar til að auðvelda launafólki að fjárfesta beint í fyrirtækjum.

„Við höfum lagt fram frumvarp um að veita einstaklingum heimild, með ákveðnum takmörkunum, til að draga frá tekjuskatti kaup á skráðum hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum verðbréfa og hlutabréfasjóða. Og það er hægt að ganga lengra til að styrkja eignamyndun almennings; með því að auka frelsi launafólks til að ráðstafa séreignarsparnaði sínum til að byggja upp lífeyri,“ skrifar Óli Björn.

Samkvæmt síðasta frumvarpi var gert ráð fyrir að fólk gæti dregið hlutabréfakaup dragist frá skattskyldum tekjum en skattaafslátturinn verði þó ekki hærri en 250 þús. kr. hjá einstaklingi og 500 þús. kr. hjá hjónum. Það merkir að miðað við núgildandi milliþrep tekjuskatts fengju hjón 500 þús. kr. skattaafslátt fyrir að kaupa hlutabréf fyrir 1.317 þús. kr.

Sá sem átti 1.317 þús. kr. í hlutabréfum í kauphöllinni í upphafi árs ætti um 922 þús. kr. eftir, hefði tapað um 395 þús. kr. Skattaafslátturinn væri því að brenna upp.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí