Rishi Sunak tekur við vondu búi

Í dag var Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, sjálfkjörinn formaður Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra Bretlands. Ekki er langt síðan að Sunak tapaði fyrir Liz Truss í baráttu um formennskuna í flokknum en tekur nú við embættinu sjálfskjörinn þar sem Boris Johnson ákvað að bjóða sig ekki fram og Penny Mordaunt náði ekki tilskyldum stuðningi 100 þingmanna flokksins. En hver er nýi forsætisráherrann?

Rishi Sunak fæddist árið 1980. Foreldrar hans voru innflytjendur frá Keníu og Tansaníu, hindúar ættaðir frá Indlandsskaganum. Sunak ólst upp við góð efni og sótti einkaskóla, þar á meðal Winchester College sem þykir einn af flottustu skólunum í landinu. Hann útskrifaðist með gráðu í stjórnmálafræði frá Oxford háskólanum og MBA frá Stanford háskólanum í Bandaríkjunum. Þaðan lág leið hans yfir í fjárfestingabanka þar sem hann efnaðist töluvert. Hann giftist líka inn í eina ríkustu ætt Bretlands og vann hann fyrir fjárfestingafyrirtæki sem tengdafaðir hans átti.

Sunak var kosinn á þing árið 2015 í Richmond, Yorkshire, einu tryggasta kjördæmi Íhaldsflokksins. Hann hafði skapað sér pólitískan frama með því að vinna fyrir thatchersíska hugveitu. Hann studdi Boris Johnson í formannskjöri Íhaldsflokksins og fékk stöðu í fjármálaráðuneytinu að launum. Seinna tók hann við sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Johnsons. Afsögn hans úr því embætti varð síðar byrjunin á endalokum Johnsons sem forsætisráðherra. 

Pólitískt séð tilheyrir Sunak íhaldssamari armi Íhaldsflokksins. Hann leggur áherslu á aðhald í ríkisbúskapnum, vill að skattalækkanir séu fjármagnaðar með niðurskurði á móti þeim og má telja að markaðurinn líti á hann sem „save pair of hands“, enda hækkuðu markaðarnir þegar ljóst varð að hann yrði næsti forsætisráðherra Bretlands. Það má því búast við litlum flugeldasýningum af hans hálfu.

Efnahagsstaða Bretlands er skelfileg í dag. Há verðbólga og gífurleg hækkun á orkukostnaði hefur sett milljónir manna í erfiða stöðu. Margir sem þó eru fullvinnandi verða að velja á milli þess að borða eða hita hús sín. Verkföll eru framundan þar sem verkafólk vill sækja sér lífskjaraskerðinguna til baka. Íhaldsflokkurinn hefur sjaldan verið óvinsælli og þar innanhús logar allt í átökum. Þó að það virðist ljót að flestir þingmenn telja Sunak vera þann sem gæti hugsanlega snúið þessari þróun við er ólíklegt að það takist á þeim tíma  sem eftir er að kjörtímabilinu. Þá munu flokkadrættir líklega sjóða uppúr á ný. Erfitt er að sjá fyrir endann á stríðinu í Úkraínu og Brexit skilur eftir sig vandamál sem erfitt er að leysa. Fátækt eykst dag frá degi og er Íhaldsflokknum eðlilega kennt um þar sem flokkurinn hefur verið við völd í rúm 12 ár. Allt þetta fær Sunak í fangið og gæti tími hans sem leiðtogi Íhaldsflokksins orðið frekar stuttur.

Rætt var við Guðmund Auðunsson við Rauða borðið í kvöld um Sunak og Íhaldsflokkinn og má sjá það og heyra í spilarnum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí