Salathausinn lifði lengur en Truss

Heimspólitíkin 21. okt 2022

Breska blaðið Star setti íssalat-haus á forsíðuna fyrir viku og sagði hann myndi lifa lengur en Liz Truss í embætti. Fólk gat síðan fylgst með þessum salathaus á netinu með tikkandi klukku við hliðina. Og þegar Truss sagði af sér í hádeginu var salatið enn ekki farið að rotna. Salatið vann.

Og auðvitað er salathausinn fagnandi á forsíðu Star á morgun með fullyrðingu um að hann eigi nóg eftir á meðan pólitískt líf Liz Truss hafi visnað.

The Sun veltir upp möguleikanum á að Boris Johnson snúi aftur, en til að komast í leiðtogavalið þurfa frambjóðendur að tryggja sér stuðning 100 þingmanna af 356 þingmönnum Íhaldsflokka. The Sun segir Rishi Sunak líklegastan til að verða fyrir valinu.

Daily Express er á svipuðum nótum, varpar upp vangaveltum um hvort svo ólíklega vilji til að Boris Johnson sé á leið aftur í Downingstræti 10.

Daily Mail stillir upp einvígi milli Boris og Rishi. Og segir að háskaleg skyndikynni með Liz Truss hafi minnt þjóðina á hvernig alvöru leiðtogi þarf að vera.

Og ekki fær Liz betri kveðjur frá Metro: Versti forsætisráðherra allra tíma.

Daily Mirror birtir kröfu stjórnarandstöðunnar á forsíðu: Kosningar strax!

The Daily Telegraph segir að Boris Johnson haldið því fram að hann einn geti bjargað flokknum frá útreið í næstu kosningum.

Sama á við um The Independent, sem endurvarpar kröfunar um almennir kjósendur fái að velja næsta forsætisráðherra, ekki aðeins innsti kjarni Íhaldsflokksins.

The Times segja Boris Johnson meti möguleika á endurkoma eftir að Liz Truss sagði af sér.

The Guardian leggur áherslu á hversu súrt þetta var fyrir Lis Truss.

Og Financial Times leggur fram hina ótrúlegu staðreynd: Liz Truss hættir sem forsætisráðherra eftir aðeins 44 daga.

Samstöðin er gjaldfrjáls vettvangur. Ef þér líkar efnið getur þú eflt Samstöðina með því að gerast félagi í Alþýðufélaginu og þá einskonar áskrifandi. Það kostar aðeins 1.250 kr. á mánuði, en þú mátt borga meira., Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí