Samstaða Evrópu hangir á þunnum síðfasískum þræði

Heimspólitíkin 24. okt 2022

Á fundi sínum með Emmanuel Macron Frakklandsforseta fullyrti Giorgia Meloni nýr forsætisráðherra Ítalíu að Ítalía myndi áfram styðja viðskiptahindranir Vesturveldanna og að ekki yrðu breytingar á afstöðu Ítala til Evrópusambandsins. Ríkisstjórnir Ítalíu verða sjaldan langlífar og þessari er einmitt spáð endalokum út af þessum tveimur málum, Pútín og ESB.

Meloni fer fyrir Bræðralagi Ítalíu sem kalla mætti síðfasískan flokka. Bræðralagið er arftaki Félagshreyfingar nýfasista á eftirstríðsárunum og þótt Meloni vilji ekki kalla sig fasista vísa öll tákn og orðræða hennar og flokksins aftur til fasismans.

Með Bræðralaginu í ríkisstjórn er Norðurbandlag Matteo Salvini og Áfram Ítalía Silvio Berlusconi. Þetta eru tveir miklir mátar Vladímír Pútín. Það truflaði nokkuð stjórnarmyndunina þegar hljóðupptökur láku út þar sem Berlusconi dásamaði vináttu sína við Pútín, sem sent hafði honum vodkaflöskur í afmælisgjöf, og kenndi Úkraínumönnum um stríðið.

Salvini hefur verið á línu Victor Orban í Ungverjalandi um að viðskiptaþvinganir gegn Rússum hafi aðeins neikvæðar afleiðingar fyrir efnahag Evrópu. Orban hefur lagt til allsherjar þjóðaratkvæðagreiðslu innan Evrópusambandið um þessar aðgerðir.

Salvini hefur líka verið á línu Orban gagnvart Evrópusambandinu, eins og reyndar Jarosław Kaczyński og Lög og réttur í Póllandi. Sem er að draga úr miðlægu valdi Brussel og auka völd landanna. Þetta er sambærileg afstaða og Repúblikanar í Bandaríkjunum halda á lofti, þótt nokkur eðlismunur sér á, að draga úr valdi alríkisins en auka völd fylkjanna. Og þegar Giorgia Meloni ávarpi ráðstefnu íhaldsins í Bandaríkjunum lagði hún einmitt út frá þessum líkindum og fullvissaði viðstadda um að hún vildi aukin völd Ítala yfir ítölskum málefnum.

Það var því ekki að undra að Emmanuel Macron hafi óskað eftir fundi strax eftir að Meloni tók við lyklunum að forsætisráðuneytinu. Fundurinn var kurteislegur og mun Meloni hafa róað Macron, alla vega að sinni.

Það sem hjálpar Macron er að ríkisstjórn Meloni er veik og það er þegar komið í ljós að karlarnir Salvini og Berlusconi eiga erfitt með að sætta sig við stærð og forystu Meloni og Bræðralagsins, sem þar til í kosningunum í haust var smáflokkur, miklum mun minni en flokkar þeirra félaga. Og þótt þessir flokkar þrír gætu allir stutt það að Ítalía drægi sig út úr viðskiptaþvingunum og myndi hefja virka andstöðu gen Brussel, þá er stjórnin einfaldlega ekki nógu sterk til að standast átökin sem fylgja svo stórri stefnubreytingu.

Myndin er af Meloni á milli karlanna tveggja, Berlusconi og Salvini.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí