Sanna Reykjavík: Strætó – Farþegi og vagnstjóri

Í fyrsta þætti nýs kjörtímabils ætla borgarfulltrúar Sósíalista að ræða málefni Strætó. Til okkar koma tveir góðir gestir. Annar þeirra er vagnstjóri hjá Strætó, Pétur Karlsson og hinn er farþegi sem nýtir sér reglulega þjónustuna, Sturla Freyr Magnússon. Við viljum heyra hvað þeir hafa að segja um Strætó. Hvernig leggjast nýjustu fréttir í þá um aukna einkavæðingu? Er leiðarkerfið að þjóna farþegum eins vel og ætti að ganga? Er nógu mikið hlustað á það sem farþegar og vagnstjórar hafa að segja um þjónustu Strætó? Svör við þessum og fleiri spurningum í þætti kvöldsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí