Siðgæðislögregla í Svíþjóð

Heimspólitíkin 17. okt 2022

„Það er verið að koma á siðgæðislögreglu í Svíþjóð,“ sagði Nooshi Dadgostar, formaður Vinstriflokksins í umræðum um kjör nýs forsætisráðherra í Svíþjóð. Við erum komin aftur til fjórða áratugarins, sagði hún. Það er undir geðþótta einhverra komið hvað telst vera góð framkoma. „Og þessi einhver eru Kristersson, Busch, Åkesson og Pehrson. Drottinn varðveiti okkur,“ sagði Dadgostar.

Hún vísar þarna í ákvæði útlendingalaga sem veita stjórnvöldum heimild til að vísa fólki úr landi vegna siðferðislegra brota auk margs annars. Og fólkið sem hún vísar til er Ulf Kristersson formaður Moderatarna og nú forsætisráðherra, Ebba Busch formaður Kristilegra demókrata og Johan Pehrson formaður Frjálslynda, en þessi eiga sæti í stjórninni. Og Jimmie Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata sem verja stjórnina vantrausti en hafa haft mikil áhrif á stefnu hennar, ekki síst í útlendingamálum.

Þingið kaus Ulf Kristersson forsætisráðherra í morgun með 176 atkvæðum gegn 173. Þetta er naumt. Það dugar að tveir þingmenn falli frá stuðningi svo vantraust fengist samþykkt.

Nooshi Dadgostar gagnrýndi stjórnina líka fyrir andvaraleysi í efnahagsmálum. Svíþjóð væri nú á leið inn í verðbólgutíð og efnahagslegan samdrátt en ekkert benti til að ný ríkisstjórn ætlaði að verja almennings fyrir þessu. Þvert á móti mætti ráða af samkomulagi flokkanna að Svíar gætu átt von á jafn heiftarlegum niðurskurði opinberrar þjónustu og varð á tíunda áratugnum í kjölfar norrænu bankakreppunnar.

Hert útlendingastefna fer misvel í flokkana sem standa að stjórninni. Flokksfélag Frjálslyndra í Stokkhólmi fer fram á atkvæðagreiðslu innan flokksins um stjórnarsáttmálann, en margir flokksmanna telja stefnuna ganga þvert á stefnu flokksins.

Ulf Kristersson nýr forsætisráðherra mun kynna nýja ríkisstjórn og ítarlegan stjórnarsáttmála í fyrramálið.

Myndin er af hinum nýja forsætisráðherra á blaðamannafundi í þinghúsinu í morgun.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí