Skila auðu í fjárlögum

Ríkisfjármál 18. okt 2022

Alþýðusamband Íslands segir í nýrri umsögn um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að ekki verði betur séð en stjórnvöld hafi ákveðið „að skila auðu í að bæta afkomu heimila”. Stefnumörkun sem ASÍ hafi varað við í fyrri umsögnum birtist í fjárlagafrumvarpinu og áherslur stjórnvalda séu ekki fallnar til að stuðla að sátt á vinnumarkaði.  

Í umsögninni er rifjað upp að ASÍ hafi í umsögn um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar varað við því að farin yrði leið niðurskurðar og aukinna álaga á heimili. Sú leið myndi ekki leggja grunn að stöðugleika á vinnumarkaði. Sú stefnumörkun sem ASÍ hafi varaði við birtist nú í frumvarpi til fjárlaga.Tekjuöflun felist einkum í hækkun gjalda (krónutölugjöld og nefskattar) og aukinni skattlagningu á ökutæki og notkun bifreiða. Á útgjaldahlið sé fjárfestingum frestað, aðhald aukið og framlög lækkuð að raunvirði til mikilvægra málaflokka. 

Í umsögninni er bent á að ekki sé að finna í fjármálafrumvarpinu þær umbætur sem nauðsynlegar séu á sviði velferðar- og húsnæðismála. Áherslan sé á að auka byrðar launafólks. Þá kemur fram að þörf á aukinni gjaldheimtu gagnvart almenningi skýrist að hluta af lækkun bankaskatts og hækkun frítekjumarks fjármagnstekna. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi fyrst og fremst þjónað sérhagsmunum fjármagnsins og hinna tekjuháu í samfélaginu.  

Í umsögninni er lýst áhyggjum af vaxtahækkunum Seðlabanka Íslands sem hafi veruleg áhrif á afkomu heimila. Fjárhæðir vaxtabótakerfisins hafi ekki haldið í við þróun launa og eignaverðs. 

Þá telur Alþýðusambandið gagnrýnivert að bætur atvinnuleysistrygginga hafi ekki verið hækkaðar til jafns við þróun bóta almannatrygginga. 

Umsögn ASÍ um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar má nálgast hér: Umsögn ASÍ

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí