Svanhildur segir Bjarna brennuvarg

Ríkisfjármál 18. okt 2022

Í umsögn Viðskiptaráðs um fjárlögin er Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra lýkt við brennuvarg sem eys bensíni yfir verðbólgubálið sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er að reyna að slökkva með vatni. Viðskiptaráð vill eyða gatinu á ríkissjóð með niðurskurði og ekki hækka skatta á hin ríku heldur lækka þá. Og þá skera enn meira niður.

Verðbólgan er eins og eldur sem brennir hvað sem hún snertir,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs sem ætla má að Svanhildur Hólm Valsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri og fyrrum aðstoðarkona Bjarna skrifi. „Þessar eldglærur hafa læst sig í húsi okkar, hagkerfinu. Til mikillar mildi eru tvær vaskar sveitir mættar á vettvang til þess að bjóða fram aðstoð sína. Annars vegar er þar Seðlabankinn, hlaðinn tækjum og tólum til berjast við eldinn. Hins vegar eru það fulltrúar ríkissjóðs. Þeir segjast líka vilja hjálpa. Í stað brunaslöngu eru þeir með bensínbrúsa. Í kapp hver við annan sprauta bjargvættirnir á víxl vatni og bensíni yfir eldinn. Eins og gefur að skilja gengur erfiðlega að slökkva hann. Á meðan stöndum við hjá og horfum á húsið brenna.“

Viðskiptaráð vill aðhald í ríkisútgjöldum og minnka þar með gatið á ríkissjóði sem er um 90 milljarðar króna í frumvarpi, tilorðinn vegna óhóflegra útgjaldaaukningar að sögn Viðskiptaráðs. Lagt er til að skera niður opinbera þjónustu, fækka opinberum starfsmönnum og beita hörðu aðhaldi á ríkisreksturinn.

En ekki að hækka skatta á auð, fjármagn og fyrirtæki, eins og verkalýðshreyfingin hefur lagt til.

„Skattgreiðslur og önnur opinber gjöld eru drjúgur hluti af útgjöldum heimila og fyrirtækja á Íslandi. Þau hafa áhrif á rekstrarforsendur fyrirtækjanna og getu þeirra til að ráðast í ný verkefni og fjárfestingar,“ segir Viðskiptaráð og beitir fyrir sér margreyndum rökum nýfrjálshyggjunnar. „Tryggingargjaldið hefur augljós áhrif á ákvarðanir atvinnurekenda um ráðningu og launakjör starfsfólks. Viðskiptaráði þykir blasa við að tryggingargjaldið ætti að lækka sem hluti af lausn í kjaraviðræðum.“

Hér má lesa umsögn Viðskiptaráðs: Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur.

Myndin er frá þeim tíma að Svanhildur var aðstoðarkona Bjarna,

Samstöðin er gjaldfrjáls vettvangur. Ef þér líkar efnið getur þú eflt Samstöðina með því að gerast félagi í Alþýðufélaginu og þá einskonar áskrifandi. Það kostar aðeins 1.250 kr. á mánuði, en þú mátt borga meira., Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí