Svartsýnum eigendum fyrirtækja sárvantar starfsfólk

Auðvaldið 17. okt 2022

Könnun Gallup meðal eigenda fyrirtækja sýnir vaxandi svartsýni varðandi efnahagshorfur. En könnunin sýnir líka að það er mikill skortur á launafólki. Og svo búast fyrirtækjaeigendur við verðbólgu. Verðbólga og skortur á verkafólki getur farið saman en fellur verr að samdrætti í efnahagslífinu.

Fleiri en færri eigendur fyrirtækja telja að verri tíð sé framundan, eins og sést á grafinu hér að neðan:

Það er 50/50 hvort fyrirtækjaeigendur upplifi lakari tíð í dag en meirihlutinn sér fram á verri tíð eftir hálft ár. Matið er í dag heldur skárra en í aðdraganda lífskjarasamningana og eftir gjaldþrot WOW. Munurinn er sá að nú upplifa fleiri að tíðin sé byrjuð að versna. 2017-18 bjuggust eigendur fyrirtækja alltaf við verri tíð sem kom svo ekki. Ekki fyrr en cóvid skall á.

Þetta sýnir að ef til vill er ekki mikið að marka þetta fólk. Enn frekar þegar eftirhrunsárin eru skoðuð. Þá upplifðu eigendur fyrirtækja erfiða tíð allt fram að því að túristasprengjan var að fullu sprungin út 2013 en fannst samt stórum hluta fyrirtækjaeigenda að allt hlyti að skána fljótlega allan tímann.

Könnunin sýnir líka að flest fyrirtækja vilja ráða fólk. Og hlýtur það að vera gleðiefni fyrir verkalýðshreyfinguna í aðdraganda kjarasamninga. Vöntun á starfsfólki ætti að leiða til hærri launa, einskonar uppboðsmarkaðar fyrir launafólk. Þau fyrirtæki sem geta borgað bestu launin fá fólk og lifa áfram en hin finna ekki starfsfólk, missa viðskipti og fara á hausinn.

Vöndun á starfsfólki hefur ekki verið almennari síðan í bólunni fyrir Hrun. Og það þótt hingað hafi flutt metfjöldi fólks erlendis frá. Aðfluttir umfram brottfluttra erlendra ríkisborgara eru komnir vel yfir sjö þúsund manns á þessu ári og að mestu fólk á vinnualdri.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí