Tólf sinnum fleiri Airbnb íbúðir í Reykjavík en í Stokkhólmi

Eitt þúsund og sex hundruð íbúðir eru nú sem stendur á skammtímaleigumarkaði í Reykjavík. Á höfuðborgarsvæðinu eru alls tvö þúsund íbúðir falar fyrir ferðafólk sem vilja upplifa haustið á suðvesturhorninu. Að auki eru fjögur hundruð herbergi skráð á bókunarvefina, en alls gera þetta tvö þúsund og tvö hundruð einingar. Þetta kemur fram á vefnum airdna.com.

Nú þegar íslenskur byggingariðnaður hefur ekki aukið framleiðni sína í 17 ár og íbúum landsins fjölgar sem aldrei fyrr þá verða sérstaklega neikvæð áhrif af því að slíkur fjöldi heimila hverfi af almennum leigumarkaði. Fjöldi skammtímaleiguíbúða á höfuðborgarsvæðinu er nálægt því að vera 65% af ársframleiðslu af nýjum íbúðum.

Nú er háannatími ferðamennskunnar að baki og dregið hefur töluvert úr fjölda íbúða sem eru skráðar á skammtímaleigumarkaði. Hvort þær standi auðar yfir veturinn, séu leigðar af ferðaþjónustuaðilum eða skili sér tímabundið inn á almennan leigumarkað skal ósagt látið.

Þær eitt þúsund og sex hundruð íbúðir sem eru á skammtímaleigumarkaði í Reykjavík samsvara til dæmis öllum íbúðum í Úlfarsárdal, ásamt þeim íbúðum sem eru í byggingu. Þessi fjöldi heimila gæti skotið þaki yfir 4.000 einstaklinga, börn og fullorðna, en hýsa þess í stað ferðamenn.

Margar borgir í Evrópu hafa farið þá leið að takmarka mjög heimildir til skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði vegna þess hve slæm áhrif hún hefur á almennan leigumarkað. Bæði er það gert með því að takmarka verulega heimildir til fjölda daga í útleigu og á hvaða svæðum borganna hægt er að reka skammtímaleigu.

Fjöldi íbúða á skammtímaleigumarkaði í Reykjavík er 3% af öllum íbúðum í borginni, sem er óvenjuhá tala í alþjóðlegum samanburði. Ef við lítum á höfuðborgir í nágrannalöndunum þá er hlutfallið 0.23% í Stokkhólmi, 0.95% í Osló, 1.7% í Kaupmannahöfn og 0.02% í Berlín. Yfirvöld þessara borga hafa reynt að stemma stigu við skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði vegna áhrifa hennar á húsnæðisframboð fyrir íbúa borganna, og annarra þátta s.s. vegna ónæðis, öryggis og undanskota.

Það er ljóst að yfirvöld í Reykjavík þurfa að setja hömlur á skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði. Það eykur enn frekar á neyð íbúanna sem búa við minnkandi framlegð við uppbyggingu íbúðarhúsnæði að margfalt fleiri íbúðir fái að vera á skammtímaleigumarkaði í Reykjavík en í öðrum borgum Evrópu. Það gerist á meðan að markaðsvæðing húsnæðismarkaðarins hefur skapað skort og sífellt hækkandi verð og svo sú þrákelkni við uppbyggingarstefnu sem skapað hefur neyðina sem ríkir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí