Verðmæti afla af strandveiðum hækkar

Sjávarútvegur 13. okt 2022

Sumarið 2022 var verðmæti strandveiðiafla rúmir 4,7 milljarðar króna. Þar af um 1,3 milljarðar í maí, 1,9 milljarðar í júní og 1,5 milljarðar í júlí en strandveiðitímabilinu lauk í júlí í ár. Til samanburðar var verðmæti strandveiðiafla árið 2021 tæpir 3,9 milljarðar króna eða 838 milljónum minna en í ár.

Ástæðan er fyrst og fremst hækkun afurðaverð. Þetta sést ágætlega ef við setjum upp línurit sem sýnir þróun afla í tonnum og verðmætum frá því að kerfið var sett upp.

Þarna má sjá af bláu línunni að það eru um 50% fleiri tonn í kerfinu en var á öðru ári og að sú aukning hefur komið fram á síðustu árum. Það má líka sjá af rauðu línunni að aflaverðmætið sveiflast með gengi krónunnar, fer upp þegar krónan er veik og niður þegar hún styrkist. Verðið var lægst þegar krónan var hvað sterkust fyrir fall WOW og fyrir cóvid.

Hækkunin á þessu ári er athygli verð. Krónan hefur styrkt sig gagnvart evru en samt hækkar verðið. Það er afleiðing hækkunar á matvælaverði í heiminum í vegna stríðsins í Úkraínu og efnahagsþvingana.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí