Efling hefur afl til að sækja bæði á fyrirtæki og ríkisvaldið

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar vonast eftir breiðri samstöðu um kröfur verkalýðshreyfingarinnar á hendur ríkisvaldinu, til dæmis í húsnæðis- og skattamálum. En segir að Efling hafi afl til að geta sótt slíkar breytingar ein. Kröfur félagsins gagnvart Samtökum atvinnulífsins snúist um flata krónutöluhækkun upp á 167 þús. kr., lengra orlof og viðurlög við launaþjófnaði.

Sólveig Anna hafnaði því í samtali við Rauða borðið að nú væri eitthvert tilefni til að gera stuttan kjarasamning vegna stríðsins í Úkraínu eða verðbólgu. Efling vilji gera þriggja ára samning á svipuðum forsendum í lífskjarasamningur frá 2019. Það sé mikilvægt fyrir láglaunafólk að geta séð fram í tímann, vita hver fjárhagsleg staða sín sé. Láglaunafólk muni ekki fallast á stuttan samning gegn lágri launahækkun og litlum sem engum aðgerðum ríkisvaldsins.

Efling undirbjó kröfugerð sína með námskeiðahaldi, styrkingu innra starfs og stórri könnun meðal félagsfólks. Niðurstaðan var kröfugerð sem er einföld og sem stór hópur félagsfólks hefur mótað og skuldbundið sig til að berjast fyrir.

Krafan er 167 þús. kr. hækkun á þriggja ára samningstíma. Með þessari krónutöluhækkun fær fólk á meðallaunum hækkun sem ver verðgildi launanna. En fólk með lægri laun fær auk þess raunhækkun launa sinna.

Auk hækkunar launa eru gerðar kröfur um að orlofið lengist úr 24 dögum í 30 daga, sem þegar hefur áunnist í samningum við hið opinbera. Og svo er þess krafist að launaþjófnaður verði stöðvaður og þau fyrirtæki sem fremja hann verði beitt févíti.

Bæði iðnaðarmenn og samflot Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna hafa átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Vitað er að SA sækir fast að gerður sé stuttur samningur að þessu sinni. Efling er ekki aðili að þessum viðræðum heldur hefur félagið aðeins átt einn fund með SA. Annar fundur er ráðgerður í lok þessarar viku.

Sólveig Anna hafnar því ekki að Efling taki þátt í samfloti síðar meir, til dæmis ef upp úr slitnar hjá SA og Starfsgreinasambandinu og VR. Hún segir ljóst að verkalýðshreyfingin geti náð meiri árangri sameinuð, sérstaklega gagnvart ríkisvaldinu. En Efling sé það stórt félag að hún er þess fullfær um að semja ein við ríkið í tengslum við samninga við SA.

Nú er verið að vinna úr kröfum félagsmanna í ýmsum málum sem snúa að ríkinu og sú kröfugerð verður birt innan tíða.

Heyra má og sjá viðtalið við Sólveigu Önnu í spilaranum hér að ofan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí