Er hallarekstur borgarinnar fötluðu fólki að kenna?

Borgarmál 2. nóv 2022

Svona spyr forystufólk Öryrkjabandalagsins í forundran eftir kynningu Dags B. Eggertsson borgarstjóra á auknum hallarekstri borgarsjóðs. Dagur tilgreindi halla á málefnum fatlaðra sem meginástæðu hallans, þótt ekkert hafi skyndilega breyst í þeim málum.

ÖBÍ réttindasamtök lýsa furðu yfir ummælum Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í yfirlýsingu í morgun og fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar um að málaflokkur fatlaðs fólks ógni sjálfbærni borgarinnar. ÖBÍ þykir óásættanlegt að viðkvæmur samfélagshópur sé tekinn út fyrir sviga einn og sér til þess að útskýra hallarekstur borgarinnar.

„Það er forkastanlegt að forsvarsmaður stærsta sveitarfélags landsins, sem á að vera öðrum til fyrirmyndar, láti þetta frá sér. Þessi málflutningur ýtir undir jaðarsetningu fatlaðs fólks og slæmt viðhorf í garð þess. Þetta snýst um mannréttindi og lögbundnar skyldur og það ber að virða,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka.

Í yfirlýsingunni segir að rétt sé að NPA og ýmsir aðrir kostnaðarþættir í málaflokknum hafa ekki verið kostnaðarmetnir almennilega. ÖBÍ tekur undir ákall bæði borgarstjóra og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að ríkið tryggi fjármögnun málaflokksins. Það er aftur á móti lögbundin skylda sveitarfélaga að tryggja að mannréttindi fatlaðs fólks séu virt og að fatlað fólk njóti réttar síns til þátttöku í samfélaginu.

ÖBÍ réttindasamtök geta ekki sætt sig við það sem segir í tilkynningu borgarinnar, stærsta sveitarfélags landsins, um að rekstur málaflokks fatlaðs fólks hafi „farið sívaxandi á umliðnum árum og ógn[i] nú fjárhagslegri sjálfbærni borgarinnar“.

Þessi framsetning er til þess fallin að fötluðu fólki sé kennt um hallareksturinn. Hún er því alvarleg og hreinlega meiðandi, enda ber fatlað fólk ekki sjálft ábyrgð á rekstrinum né fjármögnuninni, segir í yfirlýsingu ÖBÍ.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí