Jor­d­an Bar­della 27 ára tekur við af Marine Le Pen 54 ára

Heimspólitíkin 5. nóv 2022

Þau koma snemma kynslóðaskiptin í Þjóðfundi Le Pen, sem áður hér Þjóðfylkingin. Marine Le Pen hætti sem formaður 54 ára og Jordan Bardella, 27 ára náinn samstarfsmaður hennar tók við eftir afgerandi sigur í formannskjöri.

Þetta er álíka og ef Bjarni Benediktsson hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Heimdallar tæki við flokknum, Gunnar Smári Þorsteinsson. Eða kannski frekar fyrrverandi formaður Veronika Steinunn Magnúsdóttir, svo við höldum víxlun kynjanna.

Jordan Bardella er búinn að vera vonarstjarna Þjóðfundarins lengi þrátt fyrir ungan aldur. Hann var svæðisstjóri flokksins í Seine-Saint-Denis, úthverfi Parísar norður af borginni, þar sem innflytjendur eru hátt hlutfall íbúanna. Hann hefur síðan verið aðstoðarmaður þingmanns á Evrópuþinginu, þingmaður á fylkisþingi Île-de-France sem er París og nærsveitir, setið sjálfur á Evrópuþinginu og verið kosningastjóri Marine Le Pen í tvennum forsetakosningum.

Bardella hefur sagt að Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins á Ítalíu sé sín pólitíska fyrirmynd fyrir utan Le Pen. Hann hefur talað í ræðum um umskiptin miklu, það er einskonar samsæri um yfirtöku múslima á Evrópu með háa fæðingartíðni innflytjenda sem vopn.

Marine Le Pen segist ekki hætt í stjórnmálum, hægt sé að hóa í hana ef mikið liggur við. En hún gefur formennskuna í flokknum, sem hún og faðir hennar héldu í hálfa öld, til Bardella svo flokkurinn höfði sterkar til yngri kjósenda, einkum ungra karla sem víða um Evrópu hafa hneigst til aukinnar þjóðernishyggju.

Le Pen fékk rúmt 41% í seinni umferð forsetakosninganna fyrr á árinu og Þjóðfundurinn fékk tæp 19% í þingkosningunum í vor, bætti við sig tæplega 6 prósentum. Það eru einmenningskjördæmi í Frakklandi og því skrítin tengsl á milli fylgisaukningar og fjölgun þingmanna; Þjóðfundurinn stökk við þetta úr 8 þingmönnum í 89. Aðeins Endurreisnarhópur Emmanule Macron er með fleiri þingmenn á Þjóðþinginu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí