Leigjendur sigra í kosningunum vestanhafs

Fjölmargar borgir og fylki í Bandaríkjunum kusu um hertari húsaleigulög í nýafstöðnum þingkosningum. Kosið var um leiguþak, leigubremsu og átak í uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði. Þykja niðurstöðurnar til marks um að örvænting leigjenda vegna síhækkandi leiguverðs og húsnæðisskorts hafi náð vitund almennings og að ástandið á leigumarkaði komið að þolmörkum. Samkvæmt nýjustu skýrslu OECD er meðalhúsnæðiskostnaður leigjenda í Bandaríkjunum 24% og er landið í 18. sæti af aðildarríkjunum þegar íþyngjandi húsnæðiskostnaður meðal leigjenda er mældur, Ísland er 5. sæti.

Diane Yentel forseti bandalags um húsnæði fyrir lágtekjufólk segir að húsnæðismál dragi kjósendur á kjörstað „Húsnæðismál sigra kosningar, og það ætti að fá fulltrúa almennings til að fara í aðgerðir” bætti Yentel við þegar hún var spurð um áhrif niðurstöðunnar. Hún bætti við  “að með því að skipuleggja sig þá skapa leigjendur styrk, þeir skapa kraft og þeir búa til tengingar og skriðþunga” Það sýndi sig í kosningunum.

Kröfur um hagkvæmari húsnæði og húsnæðisstefnur sem innihalda rétt leigjenda til húsnæðis hafa farið vaxandi. Heimilisleysi í Bandaríkjunum hefur jafnvel farið vaxandi á stöðum utan þéttbýliskjarna á strandsvæðunum eins og í San Francisco og Los Angeles. Þar að auki segja kennarar, lögregla og aðrir opinberir starfsmenn að þeir hafi ekki efni á að búa á þeim stöðum sem þeir vinna, sem leiði til martraðarkenndra ferðalaga til og frá vinnu, sem leiði svo af sér starfsmannaskort.

„Markaðurinn er út í hött, stjórnvöld þurfa að grípa inn í og stjórna honum svo stöðugleiki geti komist á,“ sagði Leah Simon-Weisberg, lögfræðingur í leigjendarétti og formaður húsaleiguráðs í Berkeley, Kaliforníu. 

Flest ríki koma í veg fyrir að borgir og sýslur komi á regluverki sem styður við leiguþak og leigubremsu sem er bein afleðing af hagsmunagæslu fasteignaiðnaðarins á áttunda áratugnum. Samt sem áður samþykktu kjósendur strangara leiguþak og meiri vernd fyrir leigjendur í borgum sem eru vanar ströngu regluverki á leigumarkaðnum.

Niðurstöður kosninganna eru mikill sigur fyrir leigjendur í Bandaríkjunum, sigur þeirra er jafnvel enn stærri í ljósi þess að einungis þriðjungur Bandaríkjamanna býr í leiguhúsnæði. Fréttin birtist fyrst hjá Associated Press.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí