Óvissa í hjólhýsabyggð Laugardals

Bergþóra Pálsdóttir hefur átt heima í hjólhýsabyggð Laugardals frá því árið 2017. Hún og aðrir íbúar á svæðinu vilja fá langtímadvöl en það hafa borgaryfirvöld ekki viljað veita þeim. Íbúar lifa því í mikilli óvissu. Gigtin hennar hefur versnað og aðrir íbúar þjást af kvíða vegna ástandsins. Þrátt fyrir að lítil sem engin þjónusta sé á svæðinu stendur til að hækka leiguna um 85%. „Ég fatta ekki alveg svona. Þú hækkar leigu og færð síðan ekkert í staðinn. Maður þarf að bera vatn úr eldhúsinu og inn á tjaldsvæðið. Það er engin leiðsla,” segir hún. 

Íbúar á svæðinu hafa beðið um að fá langtímasvæði í fjölda ára. Borgin hefur ekki orðið við þeim óskum. Þess í stað hafa einungis skammtímasamningar verið í boði sem renna út á vorin án neinnar vissu um hvað taki síðar við. Í ár er engin breyting. „Við fáum samning til 15. maí 2023 eina ferðina enn. Þá byrjar stressið og það eru ekkert allir sem höndla þetta. Alltaf verið að brasa við það sama ár eftir ár í staðinn fyrir að gera almennilegan samning. Það virðist ekki vera hægt. Bara um að gera að láta fólkinu líða illa,” segir Bergþóra. 

Hún segir að íbúar hafi margoft reynt að setja sig í samband við borgarfulltrúa meirihlutans án árangurs. Ekkert hafi borið á heimsóknum né svörum við beinum fyrirspurnum. „Við skiljum þetta ekki. Alveg galið! Að koma ekki og kynna sér aðstæður. Við erum ekkert verri en þetta fólk. Við erum ósköp venjulegt fólk og óskaplega rólegt og gott þarna. Held þeir ættu að koma og kynna sér hvernig allt er. Maður vonar að þá myndi kvikna einhver týra þarna uppi. Svo eru þau apandi eftir öllu á Norðurlöndum. Við gerum það ekki í þessu. Þetta er komið alls staðar í heiminum nema hér,” segir Bergþóra og á þar við að fjöldi borga útvegi langtímapláss fyrir hjólhýsabyggðir. 

Bergþóra segir að henni langi til að lifa svona og mörgum öðrum. Það sé langur biðlisti eftir að komast í hjólhýsabyggð Laugardals. Hún sé með gigtarsjúkdóm sem rjúki upp þegar álagið eykst og aðrir séu með kvíða vegna stöðunnar. „Fólk á bara að fá að ráða hvernig það býr. Á ekki að þurfa að spyrja einhvern karl niður í bæ hvernig ég á að búa. Stórskrítið að það sé ekki hægt að koma og spjalla við okkur.“ Þetta taki einnig á fyrir íbúa að lifa í þessari miklu óvissu. „Þetta fer misilla í fólk. Sérstaklega ef álagið er mikið. Þá rýkur þetta upp. Ég stokkbólgna og verð óglatt. Svo eru aðrir með kvíða út af þessu.” 

Heyra má og sjá viðtalið við Bergþóru Pálsdóttur í spilaranum hér að ofan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí