Ríkisstjórnin tapar ellefu mönnum og kolfellur

Ef kosið væri nú myndi ríkisstjórnin kolfalla miðað við niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu. Vg og Framsókn myndu missa sitthvora fjóra þingmennina og Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Eftir sætu 27 þingmenn, fimm færri en þarf í minnsta meirihluta. Samfylkingin vinnur mikið á frá síðustu könnun og mælist nú næst stærsti flokkurinn og fengi 12 þingmenn.

Ef við stillum niðurstöðunum upp í þingmannafjölda þá er niðurstaðan þessi (innan sviga breyting frá núverandi þingheimi, eftir flokkaflakk):

Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 14 þingmenn (-3)
Framsóknarflokkur: 9 þingmenn (-4)
Vg: 4 þingmenn (-4)
Ríkisstjórn alls: 27 þingmaður (-11)

Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 12 þingmenn (+6)
Píratar: 9 þingmenn (+3)
Viðreisn: 6 þingmenn (+1)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 27 þingmenn (+10)

Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: 3 þingmenn (-3)
Miðflokkurinn: 3 þingmenn (+1)
Ný-hægri andstaðan: 6 þingmenn (-2)

Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: 3 þingmenn (+3)

Þarna er gert ráð fyrir að Miðflokkurinn fái úthlutað 3 þingmönnum þótt flokkurinn mælist með 4,9% fylgi, hárfínt undir 5% þröskuldinum. Ef við erum miskunarlaus þá fellur Miðflokkurinn af þingi og Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fá hver sinn manninn til viðbótar.

Könnun Maskínu nú er um margt lík könnun Prósent frá í fyrri viku, staðfestir sókn Samfylkingar eftir landsfundinn sem valdi Kristrúnu Frostadóttur sem formann. Sjálfstæðislfokkurinn uppskar hins vegar ekki eftir sinn landsfund, missir frá sér fylgi.

Og könnunin staðfestir að Framsókn og Vg eru að tapa miklu á stjórnarsamstarfinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí