Ríkisstjórnin vill vopnvæðingu og framvirkar rannsóknir

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fékk samþykkt frumvarp sitt í ríkisstjórn í morgun um auknar heimildir lögreglunnar til að fylgjast með fólki án dómsúrskurðar, til að bera rafbyssur og annað sem Jón telur að gagnist í boðuðu stríði hans gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

Jón leggur frumvarpið fram í kjölfar hnífaárásarinnar í Bankastræti, þar sem þrjátíu grímuklæddir menn réðust inn á næturklúbb og stungu þar þrjá menn. En frumvarpið hefur verið lengi í bígerð og Jón margsinnis lýst yfir vilja til auka heimildir lögreglunnar til þess sem hefur verið kallað forvirkar rannsóknir, en eru í raun heimild til að fylgjast með fólki og hlera sem ekki hefur brotið af sér. Jón vill nú kalla þetta afbrotavarnir. Auk þess er í frumvarpinu heimild til lögreglunnar til að bera og beita rafbyssum auk annars. Í frumvarpinu verður eflt eftirlit með lögreglu að kröfu ráðherra Vg.

Í viðtali við Rauða borðið í gær sagði Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði að það hefði ekki reynst vel að beita aðeins lögregluaðgerðum og aukinni hörku gegn gengjum. Gengi væru þekkt fyrirbrigði sem yrðu til þar sem hópur ungra karlmanna væru á jarði samfélagsins, væri haldið niðri og úti og nytu ekki sömu tækifæra og aðrir. Oftast eru þetta ungir menn frá lágtekjufjölskyldum, en innflytjendur eru iðulega fjölmennari meðal hinna tekjulægstu. Í gengjunum fá hinir ungu menn virðingu og viðurkenningu sem þeir fá ekki annars staðar í samfélaginu.

Einkenni gengjanna væri að þar mynduðust reglur sem væru algjörlega á skjön við siðareglur samfélagsins. Gengin væru líka í afbrotastarfsemi þar sem fólk tekur lögin í eigin hendur, sæi sjálft um að beita hefndum gegn þeim sem brytu gegn hópnum með einhverjum hætti. Enda gæti það ekki leitað til lögreglu ef það er svikið í fíkniefnaviðskiptum. Aukin harka og þyngri refsingar gegn svona hópum hefðu sýnt sig að virka illa.

Helgi sagði rót vandans vera félagslegan. Hvernig stæði á því að hópur ungra karla upplifði að þeir tilheyrðu ekki samfélaginu og væru þar ekki velkomnir? Það hefði töluvert verið rætt um stöðu ungra karla á Íslandi undanfarin ár, mikið brottfall þeirra úr skóla og óvirkni í samfélaginu, en ekki hægt að benda á miklar aðgerðir. Kannski sé það aðgerðarleysi að birtast núna í auknu ofbeldi, vopnaburði og gengjum.

Helgi sagði það jákvætt að Jón Gunnarsson benti á að það myndi kosta mikið að vinna gegn gengjum og skipulagðri glæpastarfsemi. Hann vildi hins vegar meina að það mætti nýta féð betur í aðgerðum til að beina meðlimum gengjanna á farsælli brautir en með því að efla aðeins lögregluna.

Hér má sjá og heyra viðtalið við Helga:

Við höldum áfram að ræða unga karlmenn, gengi, ofbeldi og löggæslu við Rauða borðið í kvöld. Þá koma að borðinu Fjölnir Sæmundsson, formaður Félags lögreglumanna, og Tolli Morthens málari sem hefur verið virkur í starfi með föngum og afbrotamönnum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí