Skömmin er stjórnmálamannanna

Það er í fleiri löndum en á Íslandi sem fátækt fer vaxandi. Ríkasta land Evrópu, Noregur, býr við fátækt sem samfélagið getur auðveldlega útrýmt ef til þess væri pólitískur vilji. Norska ríkisútvarpið, NRK, var með þátt um fátækt í Noregi síðastliðið þriðjudagskvöld, 15 nóvember. Þar voru þrjár konur teknar tali.

Renate Søderlund er 46 ára einstæð móðir. Hún lenti í slysi fyrir þegar hún var ung og býr í Drammen við Oslófjörð. Hún og dóttir hennar fá samanlagt tæplega 20 þúsund norskar krónur (279 þúsund ÍSK) á mánuði í framfærslu, barnalífeyri og húsnæðisstyrk. Af því borgar hún helminginn (142 þúsund ÍSK) í húsnæðiskostnað, 85 þúsund í mat, 18.500 í ferðakostnað í almenningsvögnum og 64 þúsund í tilfallandi kostnað. Það gerir samanlagt 31.700 í mínus á mánuði. Aðspurð sagði hún að án stuðnings frá fullorðnum börnum þeirra og foreldrum á áttræðisaldri myndi hún einfaldlega ekki lifa af. Hún leggur áherslu á að gefa barninu sínu hollan mat sem gerir það að verkum að erfiðara er að spara við matarkaup. Og nú eru að koma jól og ríkisstjórnin, sem samanstendur af Verkamannaflokknum, Miðflokknum og Sósíalíska vinstriflokknum, hefur lagt til að bætur hækki ekki sem nemur verðlagshækkunum.

Cathrine Dahl Bjerkøe er 44 ára móðir frá Osló. Hún vann í verslun þar til fyrir tveimur árum þegar hún varð að hugsa um sjúka móður sína þangað til hún dó. Hún á heldur ekkert eftir þegar útgjöldin eru tekin saman og segir að eina leiðin til að hafa almennt mat á borðum sé að kaupa ódýrasta og óhollasta matinn. Þar sem hún var utan kerfisins þegar hún hugsaði um móður sína á hún ekki rétt á fullum lífeyri.

Amalie Engen er 24 ára, atvinnulaus og býr ein. Hún hefur átt við veikindi að stríða og horfir fram á það að halda jól einsömul án þess að geta gert sér dagamun. Nú er hún með um 600 krónur (íslenskar!) á reikningnum sínum sem þarf að endast henni í viku. Eina leiðin til þess er að geta lifað er að safna dýrum skuldum á kreditkort, þannig að hún er sífellt í mínus. Hún var spurð af því hvað væri forgangur hennar í útgjöldum og svaraði að það væri matur. Hún hefð ekki efni á neinu öðru. Að fara í bíó eða út með félögunum er ekki á dagskrá, hún á engan pening fyrir slíku. 

Eitt af vandamálinu sem fátækt fólk í Noregi stendur frami fyrir er að fái það atvinnustuðningsbætur (AAP), sem ætlaðar eru fólki með skerta starfsgetu, veldur það því að fólkið á ekki rétt á stuðningi frá sveitarfélaginu. En til þess að eiga möguleika á því að fara aftur út á vinnumarkaðinn þá er AAP stuðningurinn mjög mikilvægur. Slíkt fólk getur því auðveldlega lent í fátæktargildru sem erfitt er að losna úr. Dagpeningar sem fólk getur fengið sem atvinnuleysisbætur gera það að verkum að fólk getur ekki unnið því þá dragast launin frá dagpeningunum. Til viðbótar á að lækka dagpeningana og takmarka þá við eitt ár frekar en þrjú.

Einungis þrír flokkar, Rautt, Sósíalíski vinstriflokkurinn og Kristilegir, töldu fátækt nógu mikilvægt mál til að mæta í þáttinn. Reyndar hefur Verkamannaflokkurinn viðurkennt að það hafi verið mistök að mæta ekki. Flokkarnir sem þar mættu voru sammála um að staðan ætti ekki að vera slík. En SV lenti í nokkrum vandræðum með að reyna að verja stöðu ríkisstjórnarinnar sem vill lækka stuðning til fátækra. Mímir Kristjánsson, þingmaður Rauðs frá Stavanger, vildi skila skömminni til ríkisstjórnarinnar og gagnrýndi stóru flokkana á þingi fyrir að mæta ekki í þáttinn: 

„Það gengur ekki [fyrir stjórnmálamenn] að skorast undan umræðu í hvert sinn sem það er óþægilegt. Í það allra minnsta skulda stjórnmálamenn fátæku fólki það að mæta þeim augliti til auglitis og svara þeim hvers vegna þeir geti ekki gert meira til að hjálpa þeim.

Hugrökku konurnar þrjár sem komu fram í sjónvarpinu á þriðjudag töluðu um skömmina að búa í fátækt. En skömmin á ekki að vera hjá þeim. Skömmin á að vera hjá þeim stjórnmálaflokkum sem framfylgja stefnu sem leiðir til félagslegrar krísu í vetur og þora síðan ekki að koma í sjónvarpið til að verja þá stefnu.“

Fátækt fólk er sett í þá stöðu að það þarf að sækja matargjafir til góðgerðarsamtaka. Slíkar matargjafir hafa aukist um þriðjung í Noregi á síðastliðnu ári. Það er því augljóst að staða fátæks fólks fer hratt versnandi með dýrtíðinni. Hjá Hjálpræðishernum er aukninginn enn meiri, allt að 100%. Staða heimilanna í landinu fer versnandi í mælingum. Um 50% heimila á í einhverjum fjárhagsvandræðum, sem er aukning upp 17 prósentustig frá því í fyrra. Mest er hækkunin hjá þeim verst settu. Ástæður þessa eru helst þær að laun hafa ekki fylgt hækkun á verðlagi og opinber stuðningur ekki heldur. Svo fer sá hópur sem vinnur á ótryggum samningum (gig economy) sífellt vaxandi. Svo fer húsnæðiskostnaður hækkandi eins og á Íslandi. Noregur er ríkt land. Fátækt á ekki að vera til þar í landi. Sama má segja um Ísland. Við erum ríkt land og fátækt á ekki að líðast. Ekki er ólíklegt að staða fátækra á Íslandi sé ef eitthvað er verri en í Noregi. RÚV mætti taka systursamtök sín í Noregi sér til fyrirmyndar og fjalla um fátækt eins og NRK gerði.

Myndin er af Mími Kristjánssyni, þingmanni Rødt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí