Þýskir leigjendur vilja að leiga verði fryst í sex ár

„Það er kominn tími á að frysta húsaleigu á landsvísu, þó fyrr hefði verið,“ segir DR. Melanie Weber-Moritz framkvæmdastjóri þýsku leigjendasamtakana.

Leigjendur í Þýskalandi stóðu nýlega fyrir mótmælafundum í 50 borgum víðs vegar um landið þar sem krafist var að húsaleiga yrði fryst í 6 ár. Mótmælafundirnir eru liður í herferð sem er skipulögð af ellefu verkalýðsfélögum og samtökum leigjenda og ber nafnið Mieten Stop eða leigufrysting. Þess var einnig krafist að á þessum 6 árum yrði unnið að heildarendurskoðun á þýskri húsaleigulöggjöf.

Herferðin sem er studd af hundrað og fimmtíu félagasamtökum í Þýskalandi hefur vakið mikla athygli og skapað enn á ný umræðu um stöðu leigjenda þar í landi. Skipuleggjendur herferðarinnar eru allt frá stórum verkalýðsfélögum, samtökum leigjenda í fjölda borga og öðrum stórum stórum félagasamtökum sem starfa þar á landsvísu. Á meðal þeirra sem styðja herferðina er Deutscher Gewerkschaftsbund (DGB) sem eru stærstu regnhlífasamtök verkalýðsfelaga í Þýskalandi.

Skipuleggjendur herferðarinnar hafa sett fram kröfur í þremur liðum ásamt því að leggja til áhersluatriði fyrir endurbætur á húsnæðisstefnu þar í landi. Helstu kröfur þeirra eru að frysta leigu í 6 ár á svæðum þar sem húsnæðismarkaðurinn er undir þrýstingi, takmarka verulega allar hækkanir og vísitölutengingar á húsaleigu og innleiða loftslags- og orkustefnu ríkisins á félagslega ábyrgan hátt.

Þýskaland hefur orðið illa fyrir barðinu á fjárfestingarsjóðum líkt og Blackstone-sjóðnum illræmda sem undanfarin ár hefur eignast vel á annað hundrað þúsund íbúðir í mið-Evrópu. Þessir sjóðir hafa keypt upp húsnæði og komið sér fyrir sem ráðandi afl á almennum leigumarkaði í Þýskalandi og hafa þeir nýtt sér göt í þýskri löggjöf til að hækka leigu í mörgum borgum.

Nú er svo komið að húsnæðiskostnaður þýskra leigjenda sem hafa endurnýjað samninga á þessu ári nálgast að vera tuttugu og sjö prósent af ráðstöfunarfé heimilanna. Fjöldi leigjenda með íþyngjandi húsnæðiskostnað hefur líkað aukist og er nú orðinn sextán prósent. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er metinn sá þegar kostnaður fer yfir þrjátíu prósent af ráðstöfunarfé, sem er tíu prósentustigum lægra en viðmiðið á Íslandi.

Vilja leigjendur og forvígisfólk verkalýðsfélaga því að þýska ríkið beiti sér fyrir löggjöf sem nær yfir allt sambandslýðveldið. Til viðbótar við kröfur sínar leggja þau til að sveitarfélög auki hlutdeild sína á húsnæðismarkaði, að sveitarfélögum verði heimilaður aftur forkaupsréttur á húsnæði og aukið fjármagn verði sett í að byggja óhagnaðardrifnar leiguíbúðir fyrir almenning, en helmingur íbúa í Þýskalandi býr í leiguhúsnæði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí