Í könnun Maskínu um hvort almenningur treysti ríkisstjórninni til að selja restina af hlut almennings í Íslandsbanka kemur það sama í ljós og í svo mörgum könnunum öðrum. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru algjörlega á skjön við meginþorra almennings.
Af kjósendum Sjálfstæðisflokksins segjast 59% treysta ríkisstjórninni en meðal allra annara segjast aðeins 7% treysta stjórninni til að selja bankann. Meðal allra annarra segjast 74% ekki treysta stjórninni en aðeins 13% Sjálfstæðisflokksfólks er þeirrar skoðunar.
Kjósendur Vg treysta ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur til að selja hlutinn. Og kjósendur Framsóknar ekki heldur. Svona skiptist traustið eftir kjósendum flokkanna, sá hluti kjósenda sem segjist treysta ríkisstjórninni mjög vel eða fremur vel:
Sjálfstæðisflokkur: 58,9%
Framsókn: 16,1%
Vg: 14,3%
Viðreisn: 11,0%
Miðflokkurinn: 8,3%
Flokk fólksins: 4,3%
Sósíalistar: 2,7%
Samfylkingin: 1,6%
Píratar: 1,1%
Þetta er sláandi, hversu lítið traust kjósendur Vg og Framsóknar er á ríkisstjórninni. Og öfugi listinn er svona, hlutfall þeirra sem treysta ríkisstjórninni mjög eða fremur illa:
Sósíalistar: 97,3%
Samfylkingin: 86,8%
Píratar: 83,8%
Flokk fólksins: 83,1%
Miðflokkurinn: 73,5%
Vg: 56,7%
Viðreisn: 56,6%
Framsókn: 56,2%
Sjálfstæðisflokkur: 13,0%
Forysta Vg og Framsóknar hlýtur að velta fyrir sér hvernig hægt sé að fylgja vilja sinna stuðningsmanna í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, kemur vel í ljós hversu sterka stöðu sá sérsinna hópur hefur, sem kýs Sjálfstæðisflokkinn.
63% landsmanna treysta ríkisstjórninni ekki til að selja Íslandsbanka. Aðeins 16% treysta henni til þessara verka. Samt hefur sá smái minnihluti sem treystir ríkisstjórninni ráðandi stöðu með Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu og hans fólk í Bankasýslunni.
Mikið og afgerandi vantraust gagnvart ríkisstjórninni er í öllum aldurshópum, kynjum, tekjuhópum og aldri. Eina leiðin til að finna eitthvert traust gagnvart sölu ríkisstjórnarinnar er að spyrja fólk um afstöðu til flokka og draga Sjálfstæðisflokksins í sér dilk. Afstaða Sjálfstæðisflokksfólks virðist því ekki eiga neina samsvörun í samfélaginu aðra en hugmyndafræðilega. Þótt traustið á bankasölunni sé aðeins meira eftir því sem fólk eldist og fær hærri tekjur, þá er andstaðan meiri í öllum hópum.
Það veldur vissri stjórnarkreppu sem birtist nú í mörgum málum. Til dæmis upplausn kjaraviðræðna.