Alma segist nauðbeygð til að sækja 75 þús. kr. til öryrkja þrátt fyrir 12,4 milljarða hagnað

Leigufélagið Alma hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið harmar ekki hækkun á leigu né segist ætla að draga hana til baka. Þvert á móti segist félagið, sem skilaði 12,4 milljarða króna hagnaði í fyrra, hafa verið nauðbeygð til að hækka leigu á 62 ára gamalli konu, öryrkja með 300 þús. kr. ráðstöfunartekjur, um 30%. Upp í 325 þús. kr. á mánuði.

Alma er eigu Langasjávar, fjárfestingafélags systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Langisjór er móðurfélag fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum ásamt Ölmu og hlutar í öðrum fasteignafélögum. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Brimgarðar ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf., og Síld og fiskur ehf. sem selur vörur undir vörumerkinu Ali.

Systkinin komu fyrir í Paradísarskjölunum, en félög á þeirra vegum eru skráð í skattaskjóli í Möltu. Félag þeirra kom við sögu í Hrunmálum, fékk lán hjá Kaupþing til að kaupa hlutabréf í bankanum, en slíkt er ólöglegt. Þau voru uppvís af brotum á samkeppnislögum snemma á öldinni, eins og frægt varð, þegar samkomulag var gert í Öskjuhliðinni um að halda uppi verði á grænmeti og ávöxtum. Þau hafa líka verið sektuð fyrir brot á samkeppnislögum vegna viðskipta sinna við Bónus, sem snerust um að halda öðrum frá viðskiptunum. Þau þáðu ríkisstyrk í cóvid, fengu hlutabætur þótt ekki væri að sjá að nokkurt högg hefði orðið á rekstur fyrirtækja þeirra.

Systkinin eru meðal auðugasta fólks á Íslandi. Börnin þeirra eru þriðja kynslóð auðugs fólks. Faðir þeirra, Gísli V. Einarsson, byggði upp Mata á sínum tíma.

Í samtali við Rauða borðið benti Brynja Hrönn Bjarnadóttir, leigjandinn sem fékk tilkynninguna um hækkun á leigunni í jólagjöf að hún væri þriðja kynslóð af fátæku fólki. Fjölskyldur sem lenda í fátækt og eiga allt sitt undir hinum auðugu og þjónum þeirra meðal stjórnvalda ná sjaldnast að vinna sig upp úr fátæktinni. Eru föst þar og ekki varin af stjórnvöldum fyrir græðgi þeirra sem eiga mikið en sífellt vilja eignast meira. Láta ekkert stoppa sig, hvorki siðferði né lög.

Viðtalið við Brynju má sjá og heyra hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí