Borgarstjórn samþykkir mikinn niðurskurð þjónustu

Eftir maraþonfund borgarstjórnar í gærkvöldi voru allar tillögur meirihlutans samþykktar nema ein. Auk þess var samþykkt ein tillaga frá Sjálfstæðisflokknum. Allar tillögur minnihlutans voru þess fyrir utan felldar.

Sú tillaga meirihlutans sem ekki var samþykkt var tillaga um hagræðingu Nauthólsvíkur, með lokun á Siglingaklúbbnum Siglunesi. Tillagan var send menningar-, íþrótta- og tómstundaráði til endurskoðunar en Siglunes sér um siglinganámskeið fyrir börn og ungmenni. Velunnara Sigluness mættu í ráðhúsið í gærmorgun, þeyttu í flautur og sýndu Siglunesi stuðning.

Minnihlutinn lagði fram fimmtíu og tvær tillögur en af þeim var aðeins ein samþykkt. Það var tillaga Sjálfstæðisflokksins um að selja sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatn. Verðmæti þess er áætlað um 25 til 30 milljónir króna. Einni tillögu Vinstri grænna var þá vísað til eignarsjóðs til umsagnar og snéri hún að bílaflota borgarinnar en lagt var til að honum yrði skipt út fyrir umhverfisvænni og sparneytnari bíla.

Áætlaður halli á rekstri borgarinnar í ár er um 15 milljarðar króna og hljóða hagræðingartillögur meirihlutans, ásamt þeim sem þegar höfðu verið samþykktar upp á þrjá komma tvo milljarða króna.

Niðurskurðartillögur meirihlutans voru:

  • Þróunarsjóður í menntamálum verði tímabundið lækkaður um 100 milljónir króna.
  • Leikskólamáltíðir verði skornar niður um 100 milljónir.
  • Greiðsluþátttaka í tónlistarnámi fullorðinna verði skorið niður svo sparist 75 milljónir.
  • Flestar sundlaugar borgarinnar verði lokaðar á rauðum dögum svo spara megi 60 milljónir.
  • Stækkun gjaldsvæða Bílastæðasjóðs, afslætti langtímanotenda í bílastæðahúsum sagt upp og gjöld hækkuð svo spara megi 50 milljónir.

Allir flokkarnir í minnihlutanum settu fram hagræðingartillögur. Sósíalistaflokkurinn lagði fram átta, Sjálfstæðisflokkur sextán, Flokkur fólksins sautján og Vinstri græn ellefu tillögur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí