Demókratar tryggðu meirihlutann í öldungadeildinni

Heimspólitíkin 7. des 2022

Raphael Warnock hélt sæti sínu í öldungadeildinni í aukakosningum í Georgíu, en enginn frambjóðandi fóru yfir 50% í kosningunum í nóvember. Nú fékk Warnock 51,4% en repúblikaninn Herschel Walker 48,6%. Þar með er ljóst að Demókratar bættu við sig manni í öldungadeildinni, eru með 51 þingmann á móti 49 og geta stýrt dagskrá deildarinnar en áður réðu þeir aðeins meirihluta í atkvæðagreiðslum með oddaatkvæði Kamala Harris varaforseta.

Repúblikanar náðu engu sæti af Demókrötum í öldungadeildinni. Það eina sem breyttist var að John Fetterman demókrati sigraði í Pennsylvaníu þar sem Repúblikanar höfðu átt sætið áður, vann sjónvarpslækninn Mehmet Oz.

Repúblikanar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni með því að bæta við sig níu þingmönnum, sem er lakasti árangur andstöðuflokks forsetans á miðju kjörtímabili í manna minnum. Repúblikanar hafa 222 þingmenn, fjórum meira en þarf í minnsta meirihluta.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí