Demókratar tryggðu meirihlutann í öldungadeildinni

Heimspólitíkin 7. des 2022

Raphael Warnock hélt sæti sínu í öldungadeildinni í aukakosningum í Georgíu, en enginn frambjóðandi fóru yfir 50% í kosningunum í nóvember. Nú fékk Warnock 51,4% en repúblikaninn Herschel Walker 48,6%. Þar með er ljóst að Demókratar bættu við sig manni í öldungadeildinni, eru með 51 þingmann á móti 49 og geta stýrt dagskrá deildarinnar en áður réðu þeir aðeins meirihluta í atkvæðagreiðslum með oddaatkvæði Kamala Harris varaforseta.

Repúblikanar náðu engu sæti af Demókrötum í öldungadeildinni. Það eina sem breyttist var að John Fetterman demókrati sigraði í Pennsylvaníu þar sem Repúblikanar höfðu átt sætið áður, vann sjónvarpslækninn Mehmet Oz.

Repúblikanar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni með því að bæta við sig níu þingmönnum, sem er lakasti árangur andstöðuflokks forsetans á miðju kjörtímabili í manna minnum. Repúblikanar hafa 222 þingmenn, fjórum meira en þarf í minnsta meirihluta.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí