Feminískar fréttir: Ofbeldi í Nígeríu, mál Áslaugar Thelmu, MH o.fl.

Í Feminískum fréttum við Rauða borðið var sagt frá hvernig nígeríski herinn hefur neytt konur í þungunarrof, frá stefnu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur gegn Orku náttúrunnar þar sem farið er fram á bætur vegna brottvikningar, frá lögum um sambúð samkynhneigðra í Bandaríkjunum, hvernig uppreisn kvenna í MH er nú notuð gegn kvennabaráttunni og hvernig írönsk stjórnvöld bregðast við uppreisn kvenna þar.

10.000 þungunarrofum þvingað upp á nígerískar stúlkur og konur

Nígeríski herinn þrætir fyrir að hafa sent stúlkur í hóp-fóstureyðingar eftir að verða fórnarlömb Boko Haram og annarra vopnaðra sveita. Rauters fréttastofan segir að minnst 10.000 fóstureyðingar hafi verði þvingaðar upp á Nígerískar stúlkur og konur án þeirra samþykkis í norðaustur Nígeríu á undanförnum áratug. Herinn hefur staðfastlega neitað því að skipuleggja áralangar ólöglegar fóstureyðingaaðgerðir á konum og stúlkum sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi vopnaðra hópa á svæðinu. Nýútkomin skýrsla á rannsókn Rauters sýnir þó svart á hvítu að frá árinu 2013 hefur herinn skipulagt slíkar aðgerðir leynilegar.

Talið er víst að konur sem ekki samþykktu þungunarrof hafi átt á hættu að vera barðar eða þeim hótað með skotvopnum. Í skýrslunni eru frásagnir 33ja kvenna og stúlkna og fimm heilbrigðisstarfsmanna og 9 öryggisvarða sem komu að aðgerðunum, hergagna og sjúkrahússkýrslna.




Mannréttindasamtök, utanríkisráðuneyti Breta og Bandaríkjanna og alþjóðasamfélagið hvetur nú stjórnvöld í Nígeríu til að taka upp rannsókn á málinu og bregðast við þessum meintu mannréttindabrotum.

Áslaug Thelma krefur Orku náttúrunnar um 124 milljónir

Mál Áslaugar Thelmu Einarsdóttur vakti mikla athygli í samfélaginu árið 2018 þegar hún greindi frá því að sér hefði verið sagt upp eftir að hafa kvartað undan framkomu yfirmanns síns, Bjarna Más Júlíussonar. Bjarni sem var þá framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur var í kjölfarið vikið úr starfi þrátt fyrir að fyrirtækið segði ekkert hafi verið athugavert við uppsögn Áslaugar.

Fyrr á árinu komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að undirfélagið Orka náttútunnar, hefði brotið gegn Áslaugu við það að víkja henni úr starfi. Fyrirtækið áfrýjaði ekki dómnum til hæstaréttar en bauð Áslaugu 13,6 milljóna króna bætur. Áslaug Thelma hafnaði því tilboði og hefur nú stefnt fyrirtækinu og krafist þess að það greiði henni 125 milljónir króna í skaða- og miskabætur.

Lögmaður Áslaugar Sigurður G. Guðjónsson, segir að þau hafi ákveðið að hafa borð fyrir báru því afla eigi matsgerðar til að færa sönnur á tjónið og því sé bótakrafan há. Í stefnunni er rifjað upp hvernig staðið var að uppsögn Áslaugar og farið hörðum orðum um atburðarásina en Orkuveita Reykjavíkur hélt í nóvember 2018 blaðamannafund þar sem skýrslan „Vinnustaðamenning og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur“ var kynn.

Fundurinn er sagður sviðsettur svo hann yrði áhrifamikill og trúverðugur. Þá segir einnig í stefnunni að þær dylgjur og aðdróttanir sem komið hafi þar fram hafi falið í sér grófa atlögu að æru Áslaugar. Hún hafi verið tilefnislaus og gerð til að upphefja Orkuveitu Reykjavíkur á hennar kostnað. Í stefnunni segir: „Þessa ógeðfelldu atlögu að æru Áslaugar, sem ekkert hafði unnið sér til sakar, verður að bæta með háum miskabótum,“.

Vatnaskil í réttindum samkynhneigðra í Bandaríkjunum

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur staðfest tímamótalög sem eiga að tryggja lögmæti samkynja hjónabanda um allt landið. Allt frá varaforsetatíð hans þegar Barack Obama sat sem forseti hefur Biden opinberlega lýst yfir stuðningi við samkynja hjónabönd en dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 2015 tryggði hjúskaparrétt fólks af sama kyni. Þá sagði forsetinn nú hafa verið stigið mikilvægt skref í átt að auknu jafnrétti og sanngirni fyrir alla Bandaríkjamenn en ekki bara suma.

Þingmenn Demókrata og Repúblikana úr efri og neðri deildum samþykktu frumvarpið sem er nú fest í lög. Þá voru þingmenn úr báðum flokkum meðal gesta í Hvíta húsinu ásamt baráttufólki fyrir réttindum samkynhneigðra og jöfnum rétti þeirra til hjónabands. Með lögunum fellur sú skilgreining niður að hjónaband sé eingöngu samband karls og konu.

Einstök ríki þurfa ekki að lögfesta rétt til samkynja hjónabanda í framhaldinu en þeim ber að viðurkenna þau hjónabönd sem stofnað hefur verið til í öðrum ríkjum bandaríkjanna. Tammy Baldwin, sem var fyrsti opinberlega samkynhneigði öldungadeildarþingmaðurinn og tók þátt í að leggja drög að frumvarpinu, var alsæl yfir niðurstöðunni og sagði hana sögulega.

MH – ráðgjafanefnd á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins vafasöm

Sara Stef skrifar skoðanagrein á Samstöðinni undir titlinum „Fjölmiðlar sem kenna ungum konum að þegja” og samstöðin fjallar um í kjölfarið. Ráðgjafahópur sem stofnaður var á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins í kjölfar svokallaðs speglagjörnings og mótmæl vegna þöggunarmenningar innan MH hefur nú samkvæmt tilkynningu á vef skólans lokið vinnu sinni. Tilkynningin barst í miðri prófatíð nemenda og eins og fjallað er um málin þar og í kjölfarið á ýmsum fréttamiðlum má túlka niðurstöðuna sem svo að stúlkur ljúgi upp ásökunum.

Menntaskólinn við Hamrahlíð var í fréttum í byrjun október eftir að mótmælaalda fór þar af stað með svokölluðum speglagjörning þar sem stelpur skrifuðu nöfn gerenda á baðherbergisspegla skólans og settu fram athugasemd eins og „Af hverju er ég að labba á sömu göngum og nauðgarar?”

Haldinn var mótmælafundur þar sem krafan var að sett yrði í gang almennileg aðgerðaráætlun um kynbundið ofbeldi og kynferðislega áreitni innan skólans. Skólinn varð í kjölfarið fyrsti framhaldsskólinn sem setti í gang slíka vinnu í samstarfi við nemendur.

„En það þurfti svona uppþot og opinberar afhjúpanir stúlkna til” segir Sara í grein sinni og bætir við, „Menningin er þeim þakklát og fjölmiðlar hafa fengið sitt. Það er allt gott og blessað en svo skulu þær líka læra að skammast sín að vera að ljúga svona upp á strákana. Við heyrum þetta endurtekið í kvennabaráttunni gegn kynferðisofbeldi. Sögur um mannorðsmorð eru einar vinsælustu sögurnar í dag. Konur og stúlkur ættu að vara sig og gæta sinna orða. Allt er eins og það hefur alltaf verið”.

Sara segir að með speglagjörningnum hafi stelpurnar talað gegn rótgróinni og gamalli hefð sem sannfærir þolendur um að ýmist sé bara best að aðlaga sig hegðun gerenda og þegja eða fara bara annað til að losna undan ofbeldinu.

Þá skili fyrirsagnir um sára reynslu kvenna smellum á vefi fjölmiðla sem aftur skili svo auglýsingatekjum. „Svona er nú oft ágætt upp úr raunum kvenna að hafa” segir í lok pistilsins. „Svo lengi sem þær þegja inn á milli”.

Fyrirsagnir um sára reynslu kvenna skila smellum á vefi fjölmiðla. Smellirnir skila svo auglýsingatekjum. Svona er nú oft ágætt upp úr raunum kvenna að hafa. Svo lengi sem þær þegja inn á milli.

Aftökur og dauðadómar í Íran


Í það minnsta tvier hafa verið teknir af lífi og hátt í þrjátíu bíða nú dauðadóms þar í landa vegn mótmælanna sem staðið hafa linnulaust yfir í landinu í kjölfar þess að hinn 22ja ára gamla Mahsa Amini var handtekin af siðgæðislögreglunni þann 13. september og lést í kjölfarið.

Alþjóðlega fótboltasamband knattspyrnumanna FIFPRO gagnrýnir harðlega fréttir af dauðadómum og aftökum frá Íran og segist fyllast óhug yfir fréttum af dauðadómi sem bíður nú íranska atvinnumannsins í knattspyrnu Amir Nasr-Azadani en hann tók þátt í mótmælum fyrir kvenréttindum í landinu í nóvember. Ekki hefur verið kveðinn upp dómur í máli hans en þó hafa borist óljósar upplýsingar um að hann verði dæmdur til dauða.

Þeir tveir einstaklingar sem þegar hafa verið líflátnir fengu ekki eðlilega málsmeðferð innan dómskerfis með tækifæri á að verja sig og hafa mannréttindasamtök gagnrýnt klerkastjórnina harðlega fyrir slík mannréttindabrot.

Eitthvað er um það að konur sem hafa tekið virkan þátt í mótmælunum flýi nú land með fjölskyldum sínum en þó er einnig útlit fyrir að mótmælunum vaxi ásmegin við hörð viðbrögð klerkastjórnarinnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí