Gjöld hækkuð á launafólk en ekki atvinnulífið

Ríkisfjármál 14. des 2022

BSRB mótmælir harðlega þeirri forgangsröðun sem endurspeglast í breytingartillögum meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar sem birt var þann 12. desember sl. þar sem 7,7% hækkun gjalda á almenning er látin standa óbreytt á sama tíma og t.d. er fallið frá aukinni tekjuöflun vegna fiskeldis í sjó sem áætlað var að myndi skila 500 m.kr. í ríkissjóð á næsta ári.

Hér endurspeglast enn og aftur sú áhersla ríkisstjórnarinnar að ekki eigi að efla tekjustofna ríkissjóðs og laga ósjálfbæran rekstur hans að neinu marki nema með auknum álögum á almenning. Þingnefndin samþykkir óbreyttar tillögur ríkisstjórnarinnar um gjaldahækkanir á launafólk sem áætlað er að leiði hið minnsta til 0,4% hækkunar á vísitölu neysluverðs á næsta ári á sama tíma og verðbólga mælist 9,3% á ársgrundvelli.

Miklu nær hefði verið að almenningur fái að njóta vafans af áhrifum gjaldahækkana, en ekki eingöngu atvinnulífið. Líkt og fram kom í umsögn bandalagsins bitna krónutöluhækkanir verst á þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Má í þessu samhengi má nefna að 38 þúsund heimili áttu mjög erfitt eða erfitt með að ná endum saman á árinu 2021 og 52% einstæðra foreldra. BSRB fjallaði um þá staðreynd og lagði fram fjölda tillagna um frekari tekjuöflun í umsögnum sínum um fjárlaga- og tekjuöflunarfrumvörp.

Frétt af vef BSRB.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí