Hægriflokkarnir tapa fylgi í Færeyjum

Heimspólitíkin 8. des 2022

Rúmlega 39 þúsund manns eru á kjörskrá í Færeyjum, en þar er kosið til Løgthingsins í dag. Miðað við skoðanakannanir munu Javnaðarflokkurinn og Tjóðveldi bæta við sig, en munu þurfa einn þingmann til að ná meirihluta samanlagt.

Ríkisstjórn Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins sprakk eftir ummæli Jenis av Rana formanns Miðflokksins um samkynhneigða. Samkvæmt könnunum munu það ekki hafa áhrif á fylgi Miðflokksins en Fólkaflokksins og Sambandsflokksins tapa sitthvorum manninum.

Auk Javnaðarflokksins of Tjóðveldi bætir Framsokn við sig, frjálslyndur hægri flokkur, en ekki nóg til að bæta við sig þingmanni þó hlutfallslega aukist fylgi flokksins meira en Tjóðveldis í könnunum. Sjálvstýri er með einn þingmann og berst fyrir að halda sér á þingi samkvæmt könnunum.

Við munum fjalla um Færeysku kosningarnar við Rauða borðið í kvöld, Dávur í Dali kemur og fer yfir fyrstu tölur.

Myndin er af síðasta kosningafundinum í Kringvarpinu í gærkvöldi.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí