Hagnaðurinn í kauphöllinni 34 milljörðum meiri en í fyrra

Hagnaður félagana tuttugu og tveggja í kauphöllinni var 34,3 milljörðum meiri eftir níu mánuði þessa árs en var á sama tíma í fyrra. Þetta er 30% aukning hagnaðar og má reikna með að arðgreiðslur aukist í takt við það. Ekkert bendir til að lát sé á gósentíðinni í fyrirtækjarekstri á Íslandi.

Þessar tölur eru í mikilli andstöðu við þau 4% sem Samtök atvinnulífsins vilja bjóða launafólki í kauphækkun í 9,5% verðbólgu. Ef taka má mið af afkomu félaganna í kauphöllinni geta fyrirtækin staðið undir miklum mun meiri launahækkunum. Markmið SA er því að auka hagnað fyrirtækja og arð eigenda á kostnað launafólks.

Það er ekki að merkja að afleiðingar stríðsins í Úkraínu hafi neikvæð áhrif á rekstur stærstu fyrirtækja landsins. Hagnaður tryggingafélaga minnkar, en ástæða þess er lækkun á hlutabréfamörkuðum þar sem félögin hafa fjárfest bótasjóði sína. Iceland Seafood er í taprekstri vegna erfiðleika dótturfyrirtækis í Bretlandi. Hagnaður Marel hefur dregist saman, en aðeins brot af veltu þess fyrirtækis er á Íslandi. Að öðru leyti er það gegnum gangandi að hagnaður af venjulegum rekstri á Íslandi skilar enn meiri hagnaði en í fyrra. Sem var líka frábært ár fyrir eigendur fyrirtækja.

Eftir því sem fleiri upplýsingar berast um góða stöðu fyrirtækja verðu æ erfiðara að skilja hvers vegna launafólk ætti að taka á sig kaupmáttarrýrnun, eins og er krafa Samtaka atvinnulífsins.

Í stjórn Samtaka atvinnulífsins situr fólk sem fulltrúar frá stærstu og öflugustu fyrirtækjum landsins. Þar eru fulltrúar frá stórútgerðum á borð við Brim, Ramma og Ísfélagsins; Íslandsbanka og Arionbanka, Landsvirkjunar, Eimskips, Rio Tinto, Olís og verktakafyrirtækja o.s.frv. Án undantekningar eru þetta fyrirtæki sem standa vel, hafa góðan hagnað og greiða eigendum sínum mikinn arð. Krafa þessa fólks um að launafólk taki á sig kjararýrnun byggir því ekki á eigin reynslu þess.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí