Kaupmáttur grunnlauna lækkað um 4% á árinu

Hagstofan birti í morgun nýja vísitölu grunnlauna. Þar sést þróun launa fyrir dagvinnu án bónusar, álagsgreiðslna eða vaktaálags sem eru tekin eru með í launavísitöluna. Samkvæmt þessari vísitölu skrapp kaupmáttur grunnlauna saman um rúm 4,0% prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins á meðan launavísitalan með álagsgreiðslum skrapp saman um tæp 3,9%.

Munurinn er ekki mikill. En sýnir þó enn lakari stöðu við upphaf samninganna sem Starfsgreinasambandið gerði. Ef við tökum 6. launaflokk SGS þá var hann 370.890 kr. fyrir samningana. Til að vega upp kjararýrnun frá janúar til október þyrfti að koma til 15.534 kr.

Hækkunin 1. nóvember var 36.024 kr. Þar af var áður umsaminn kaupmáttarauki 13.000 kr. svo umsamin hækkun var 23.024 kr. Eins og áður sagði fara 15.534 kr. í að bæta kjararýrnun ársins fram að samningum svo eftir standa 7.490 kr. til að bæta og verja kaupmáttinn úr fimmtán mánaða samningstíma.

Það jafngildir 1,9% hækkun yfir fimmtán mánaða tímabil í 9,5% ársverðbólgu. Líklega mun verðbólgan verða búin að éta upp þá hækkun í febrúar á næsta ári. Kaupmáttur grunnlauna þessa launaflokks mun þá lækka niður fyrir það sem hann var í upphafi þessa árs hægt og bítandi eftir því sem verðbólgan étur hann niður, allt til loka janúar á næsta ári þegar samningar losna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí