Langveikt fólk ber uppi komugjöldin

Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna og heilbrigðishóps ÖBÍ kallar komugjöld í heilbrigðiskerfinu falda skattheimtu en sérgreinalæknar hafa verið samningslausir síðan 2018 og sjúkraþjálfarar síðan 2019. „ÖBÍ lét gera rannsókn á kostnaði við komugjöldin fyrir árið 2020 sem þá voru 1,7 milljarður og ef næstu hækkanir eru framreiknaðar verður kostnaðurinn kominn í 5 milljarða” segir Vilhjálmur.

Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur, undrast ummæli Maríu Heimisdóttur forstöðumanns Sjúkratrygginga Íslands sem dregur rammasamninga í efa auk þess hann segir samningsvilja yfirvalda afar takmarkaðan.

Ragnar gefur út reikninga á sinni stofu þar sem komugjöldin heita „Leiðrétting vegna samningsleysi við sérgreinalækna”. Hann hefur reynt að koma þeim reikningum inn á borð til Sjúkratrygginga svo þar sé í það minnsta vitneskja um þann kostnað sem sjúklingar eru ekki að fá niðurgreiddan þrátt fyrir lagabókstaf um endurgreiðslur í heilbrigðisþjónustunni en án árangurs. Hann getur ekki staðfest að eiginlegar samningaviðræður hafi verið í gangi milli yfirvalda og sérgreinalækna, frekar óformlegar þreifingar. Læknar eiga erfitt með að semja aðeins um verð og magn enda er magnið mælt í fjölda þeirra sem eiga rétt á læknisþjónustu. Ragnar segir að á síðustu 10 árum sé búið að starfrækja tvöfalt heilbrigðiskerfi hér á landi og það sé tímabært að horfast í augu við það. Hér getur fólk keypt sig fram fyrir biðlista sem þá lengjast við samningsleysið. „Við höfum heldur ekki sinnt heilsugæslunni né heimahjúkruninni nægilega vel” segir Ragnar. Vilhjálmur segir að með því að takast ekki á við vandann séum við að búa til framatíðarvanda.

„Það er hræðilegt til þess að hugsa að hér sé mikið af fólki sem neiti sér um heilbrigðisþjónustu” segir Ragnar, og hér eru 2 þúsund manns að bíða eftir liðskiptum…”

Vilhjálmur og Ragnar ræddu við Maríu við Rauða borðið um samningsleysið, rammasamninga, þarfagreiningar, skort á þjónustu og kostnaðinn sem lendir á þeim sem síst skyldi.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí