Loka smiðjum fyrir unglinga í einangrun til að spara pening

Börn 6. des 2022

Meðal niðurskurðaraðgerða meirihlutans í Reykjavíkurborg í nýsamþykktum breytingartillögum við fjárhagsáætlun næsta árs er að loka unglingasmiðjunum Tröð og Stígur. Smiðjurnar veita stuðning til ungmenna sem eiga það sameiginlegt að upplifa félagslega einangrun, auk þess sem mörg hver glíma við fleiri áskoranir í sínu lífi. 

„Eftir að ég prófaði, þá var þetta bara einn æðislegasti staður sem ég hefði einhvern tíman getað ímyndað mér,“ lýsti uppkomið barn reynslu sinni í meistarritgerð um starfseminnar. „Allir svo góðir og tilbúnir að taka á móti manni eins og maður var … þá var maður bara svona lítil fjölskylda sem maður gat treyst öllum og gat talað upphátt án þess að það væri hlegið að manni.“

Belinda Karlsdóttir, forstöðumaður unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, unglingasmiðjurnar tvær, annars vegar í Breiðholti og hins vegar í Miðbænum, veita stuðning til ungmenna á aldrinum 13-18 ára. Þau eigi það sameiginlegt að upplifa félagslega einangrun, auk þess sem mörg hver glími við fleiri áskoranir í sínu lífi. Markmiðið sé að efla félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og stuðla að vellíðan. Lögð sé áhersla á að veita öruggt umhverfi þar sem börnin mæta á eigin forsendum, myndi traust með tímanum og fá tækifæri til að vaxa jafnt og þétt á sínum hraða. Það sem starfsfólkið sjái gjarnan sé meira öryggi í samskiptum og ákvarðanatöku, aukin vellíðan og virkari þátttaka þeirra í sínu nærumhverfi, félagslega og í tómstundum.

„Að baki þeirrar fjárhæðar sem kostar að halda uppi starfi Unglingasmiðjanna árlega eru einstaklingar, líf þeirra, velferð og framtíðarhorfur,“ skrifar Belinda í grein á Vísi. „Á þessum árum mótunar, þar sem þau eru svo móttækileg og á sama tíma svo áhrifagjörn og sjálfsmyndin viðkvæm. Þar sem þau þrá hvað einna mest að tilheyra og eiga vini en mæta stöðugt höfnun og hindrunum. Þar sem uppbyggilegur og áhrifaríkur stuðningur skiptir öllu máli, að þau fái öruggt umhverfi sem gefur þeim færi á að treysta á ný og mynda tengsl – fyrir framtíðina. Hugurinn reikar og rifjar upp allar jákvæðu framfarirnar, stórkostlegu breytingarnar, blómstrandi einstaklingana og þau mörgu skipti sem ég hef heyrt frá foreldum sem unglingum að þátttaka þeirra í Unglingasmiðjunum hafi átt þátt í að bjarga lífi þeirra. Hversu mikils virði er það?“

Belinda vitnar til fleiri notenda í grein sinni, tilvitnanir í meistararitgerð Sigurlaugar H. Traustadóttur, félagsráðgjafa.

„Vá ég er ekki sama manneskjan sko. Þegar ég fór þarna inn .. mér leið ógeðslega illa, ég talaði ekki við neinn, átti enga vini. Þegar ég labbaði út, þá var ég ofboðslega leið yfir að þurfa að hætta, en hamingjusöm. Og ég hafði sjálfstraust og ég þorði að tala við fólk, ég átti vini .. eftir að hafa verið í unglingasmiðjunni og fá sjálfstraust og trúa meira á það, að ég eigi rétt skilurðu, þá byrjaði ég að svara fyrir mig þegar mér var strítt.“

„Ég kom náttúrulega út úr því að vera lögð í einelti út í það að vera með vinahóp skilurðu. Ég fór að finna hvað ég get gert og að mér þykir vænt um sjálfa mig. Ég lærði bara smám saman hvað lífið getur verið gott líka. Að eiga góða vini, trausta vini. Það hjálpaði mjög mikið.“

Breytingartillögurnar má lesa hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí