Matfugls-systkinin keyra upp okrið hjá Ölmu leigufélagi

65 ára kona sem leigir íbúð af Ölmu leigufélagi á tæplega 250 þús. kr. á mánuði þarf að borga 325 þús. kr. á nýju ári. Þetta er hækkun upp á rúmar 78 þús. kr. eða 31%. Og þetta er ekki eina dæmið. Auðfólkið sem keypti Ölmu snemma árs 2021 keyrði upp leigiverð og hefur leitt okrið á leigumarkaðinum. Og sendir nú út tilkynningar um 30% hækkanir á leigu í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins hafa samið við Starfsgreinasambandið um 10-12% hækkun launa.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir sögu þessarar konu á Facebook: „Ég ræddi við Brynju í seinnipartinn í dag og var samtalið og saga hennar sláandi en því miður ekki einsdæmi. Ég fékk ég góðfúslegt leyfi hennar til að birta þetta þar sem hún er nauðbeygð til að flytja út þar sem útilokað er fyrir hana að standa undir þessari hækkun.

Brynja er sjúklingur en hefur ávalt staðið í skilum við leigufélagið eins og flestir gera með því að borga leiguna fyrst og lifa á hafragraut megin hluta mánaðarins.

Til að setja þetta í samhengi þyrftum við í verkalýðshreyfingunni að hækka laun um 133.000 kr. á mánuði til að hún gæti staðið undir þessum kostnaðarauka. Og þá er allt annað eftir sem hækkað hefur langt úr hófi fram,“ skrifar Ragnar Þór í Facebookfærslu. Þar má lesa bréf Ölmu til Brynju.

Alma er í eigu systkinanna sem eiga Matfugl og sem hafa keypt upp allskyns fyrirtæki vegna hagnaðar af kjúklingarækt. Eignarhaldsfélag þeirra Langisjór keypti Ölmu leigufélag á 11 milljarða króna snemma árs 2021. Hagnaður Ölmu í fyrra var 12,4 milljarðar króna svo systkinin hafa þegar hagnast um meira en sem nemur kaupverðinu.

Þau eru stærsti hluthafinn í fasteignafélögunum í Kauphöllinni; Reginn, Reitum og Eik. Þau eiga Matfugl, Mata-heildsölu og Salathúsið, keyptu Ali, áður Síld & fisk, og nú síðast Freyju sælgætisgerð.

Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. 

Þetta er með allra auðugustu fjölskyldum landsins. Hún auðgaðist á ríkisaðstoð við kjúklingarækt í formi innflutningshafta, sem leiddu til þess að almenningur á Íslandi greiðir þrefalt hærra verð fyrir kjúklingakjöt en fólk í næstu löndum.

Síðan hafa þau aukið auð sinn með yfirtökum á fyrirtækjum og hlutabréfaviðskiptum og frá því snemma árs 2021 á því að okra á leigjendum. Það þarf ekki að taka fram að 325 þús. kr. leiga á íbúðinni sem Brynja leigir er langt umfram kostnað Ölmu leigufélags, líklega vel yfir 125 þús. kr. á mánuði eða um 1,5 m.kr. á ári sem leigjandinn borgar umfram kostnað Ölmu.

Eigendur Ölmu hagnast síðan auk þess á hækkun fasteignaverðs sem var um 16% á fyrstu níu mánuðum þessa árs, eða um 8 m.kr. á hverja 50 m.kr. íbúð.

Myndin er af helsti vörumerkjum fjölskyldunnar. Ef fólki blöskrar okrið hjá Ölmu getur það sniðgengið vörur merktar þessum fyrirtækjum.

Rætt var við leigjandann, Brynju Hrönn Bjarnadóttur við Rauða borðið í kjölfar þess að fréttin birtist. Það má sjá og heyra hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí