Mótmæli og stjórnarkreppa í Perú

Þúsundir mótmæltu víðs vegar í Perú um helgina og hafa yfirvöld í landinu staðfest tvö dauðsföll.

Mótmælin hafa breiðst út um borgir vítt og breitt um landið, Lima, Cajamarca, Arequipa, Huancayo, Cusco og Puno. Mótmælendur krefjast þess að nýjum kosningum verði flýtt en þingið greiddi atkvæði á miðvikudaginn um að forsetanum Pedro Castillo yrði vikið frá völdum eftir að hann reyndi að leysa upp löggjafarvaldið og koma á neyðarstjórn. Varaforsetinn, Dina Boularte, snerist á sveif með þingmeirihlutanum þegar ljóst varð að Castillo ætti yfir höfði sér ákærur fyrir tilraun til valdaráns en hann var handtekinn í vikunni þegar hann hugðist sækja um hæli sem pólitískur flóttamaður í sendiráði Mexíkó í höfuðborginni Lima. Dina Boularte, sór embættiseið sem nýr forseti síðdegis á miðvikudag og hefur hún myndað nýja ríkisstjórn utan þings í samráði við alla flokka.

Stjórnmálakreppa hefur staðið yfir í landinu um árabil en ákærur um spillingu hafa valdið því að fimm forsetar hafa setið við völd á jafn mörgum árum. Eftir að hunsa tilkynningu Castillo greiddi 101 þingmaður atkvæði gegn 6 um að víkja honum úr embætti og tilnefndu Dina Boluarte varaforseta sem leiðtoga til bráðabirgða. Tíu þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Castillo hefur náð að sitja þrátt fyrir tvær ákærur en rannsókn stendur yfir á honum og fjölskyldu hans sem m.a eru sökuð um að hafa þegið mútur í skiptum fyrir ríkissamninga. Mágkona Castillo var dæmd í fangelsi tímabundið í ágúst sem hluti af rannsókninni. Castillo, sem neitar sök, á yfir höfði sér fimm ákærur til viðbótar, að sögn ríkissaksóknara.

Eitthvað virðist það vera á reiki hvort lagaleg túlkun um valdarán standist en þrátt fyrir að hafa haft lýðræðislegt umboð frá kosningum í fyrra, virðist almenningur hafa snúist gegn þinginu. Nýlegar skoðanakannanir sýna að níu af hverjum tíu landsmönnum vantreysta þinginu.

Þá hafa stuðningsmenn forsetans mótmælt á götum úti en óeirðalögregla var kölluð út eftir að þúsundir mótmælenda brutu sér leið inn á flugvöll og kveiktu elda í borginni Andahuaylas.

Fráfarandi forseti nýtur mests stuðnings í dreifbýlum syðri hluta landsins. Þar hafa verkalýðsfélög boðað til ótímabundinna allsherjarverkfalla frá og með morgundeginum. Þau hafna því að skilgreina aðgerðir Castillo sem valdaráns og krefjast þess að hann verði látinn laus auk þess sem þau mótmæla lögregluofbeldi.

Dina Boularte er nú sjötti forsetinn sem skipaður er í Perú á sex árum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí