Sakar Eflingu um skemmdarverk og villandi upplýsingar

„Þessi niðurstaða liggur fyrir þrátt fyrir miklar tilraunir forystumanna Eflingar til að hafa neikvæð áhrif á niðurstöðu kosningarinnar með því að dæla út röngum og villandi upplýsingum um innihald og ágæti kjarasamningsins,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, á Facebook eftir að ljóst var að samningur SGS við Samtök atvinnulífsins hafði verið samþykkur með 86% greiddra atkvæða í félögum sambandsins.

„Var engu til sparað við að reyna að afvegaleiða félagsmenn og skemma niðurstöðu kosninga SGS. Þessi skemmdarverk voru meira að segja byrjuð áður en skrifað var undir nýjan kjarasamning og nægir að nefna í því samhengi að gögnum var lekið út þegar viðræður SGS við SA voru á viðkvæmu stigi,“ hélt Vilhjálmur áfram.

„Þessi skemmdarverk heldu áfram af fullum þunga eftir að SGS skrifaði undir kjarasamninginn 3. desember og sem dæmi þá sendi stjórn Eflingar frá sér ályktun um „skaðsemi“ kjarasamnings SGS við SA sem birtist á sömu mínútu og kosningar um samninginn voru að hefjast vítt og breitt um landið.

Þetta var ekki það eina heldur var Stefán Ólafsson prófessor sem jafnframt er starfsmaður Eflingar fenginn til að finna kjarasamningnum nánast allt til foráttu og núna um helgina kom grein frá formanni Eflingar sem hafði sama hlutverk sem var að afvegaleiða umræðuna og reyna að hafa neikvæð áhrif á kosninguna,“ skrifar Vilhjálmur á Facebook.

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta hjá þeim 17 aðildarfélögum sem eiga aðild að honum. Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 9. til 19. desember. Í heildina var kjörsókn 16,56%, já sögðu 85,71% en nei sögðu 11%. 3,29% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 23.711 manns.

„Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum, en í 15 af 17 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 80% atkvæða,“ segir í tilkynningu Starfsgreinasambandsins.

Hér má sjá niðurstöðurnar í félögunum sautján, raðað eftir stærð:

FélagKjörskráKjörsóknSamþykktu
Eining-Iðja3.53026,1%83,9%
Vlf. Keflavíkur3.41113,0%85,8%
AFL2.99325,8%83,6%
Báran2.25817,3%86,4%
Hlíf1.86213,3%80,7%
Vlf. Suðurlands1.5967,5%96,6%
Framsýn1.52111,1%85,1%
Vlf. Vestfirðinga1.17120,1%91,1%
Vlf. Akraness1.12116,2%91,7%
Aldan8349,2%88,3%
Stéttarf. Vesturlands8166,5%94,3%
Vlf. Snæfellinga7558,9%73,1%
Drífandi64312,0%94,8%
Samstaða5539,4%98,1%
Vlf. Sandgerðis30018,3%81,8%
Verkalýðsf. Þórshafnar2059,3%100,0%
Vlf. Bolungarvíkur14234,5%75,5%
ALLS:23.71116,6%85,7%

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí